Sr. María Rut og sr. Leifur Ragnar sett í embætti

1. febrúar 2023

Sr. María Rut og sr. Leifur Ragnar sett í embætti

Sr. Bryndís Malla prófastur, sr. Leifur Ragnar og sr. María Rut

Sunnudaginn 29. janúar voru tveir prestar settir inn í embætti í Guðríðarkirkju í Grafarholtsprestakalli, við fjölmenna og hátíðlega athöfn.

Sr. Leifur Ragnar Jónsson var settur inn í embætti sóknarprests, en hann hefur starfað við söfnuðinn í nokkur ár og sr. María Rut Baldursdóttir var sett inn í embætti prests.

Prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra sr. Bryndís Malla Elídóttir annaðist innsetninguna og las hún erindisbréf prestanna sem Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir skrifaði undir.

Athöfnin var hátíðleg, þar sem báðir prestarnir þjónuðu fyrir altari.

Sr. María Rut prédikaði og fjallaði prédikun hennar um ummyndunarfrásögn biblíunnar úr Markúsarguðspjalli 9. kafla versunum 2-9.

Hún prédikaði um mikilvægi bænarinnar, en sunnudagurinn var jafnframt bænadagur á vetri.

Hún talaði um hversu mikilvægt er að kenna börnum bænir, því hér áður fyrr var það einn af hornsteinum kristninnar að biðja með börnum sínum kvöldbænir og lagði hún áherslu á hvað við eigum mikinn fjársjóð af alls kyns fallegum bænaversum í trúararfinum.

Sr. María Rut fjallaði einnig um hvað margt í lífinu getur breyst á svipstundum, eitthvað sem engan óraði fyrir og tengdi það við ummyndun Jesú, þar sem lærisveinarnir þrír fengu að sjá dýrð Drottins.

Kór Guðríðarkirkju söng fallega sálma og sungu þær einnig lagið Heyr mína bæn við lófaklapp kirkjugesta.

Stjórnandi og organisti var Arnhildur Valgarðsdóttir.

Eftir athöfnina var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður útbjó og framreiddi og var mikil gleði og ánægja með þennan dásamlega dag.


Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Maríu Rut og spurði hana um daginn.

Sr. María Rut sagði:


”Það geta verið svo ótrúlegar tilviljarnir oft í lífinu.

Ég vígðist þann 15. janúar árið 2017 til þjónustu í Bjarnanesprestakalli og þann 15. janúar 2023 var ég með kveðjumessu í Hafnarkirkju í Bjarnanesprestakalli þar sem ég kvaddi söfnuðinn sem ég hafði þjónað síðan.

Svo þann 29. janúar árið 2017 var innsetningrmessan mín í Bjarnanesprestakalli og sex árum síðar upp á dag eða 29. janúar árið 2023 var innsetningarmessa í Grafarholtsprestakalli.”

Sr. María Rut er full tilhlökkunar að fara að starfa í söfnuðinum og veit hún að samstarf hennar og sr. Leifs Ragnars verður farsælt.


slg
Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut