Hún sótti um

21. mars 2023

Hún sótti um

Ólafsfjarðarkirkja og safnaðarheimili

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 16. mars 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Stefaníu G. Steinsdóttur.

Ólafsfjarðarprestakall


Ólafsfjarðarkirkja er í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Prestar hafa setið í Ólafsfirði síðan á elleftu eða tólftu öld.

Í byrjun 20. aldar var presturinn á Kvíabekk fluttur út í plássið.

Íbúar í prestakallinu voru 785 um síðustu áramót.

Þar af eru 670 í Þjóðkirkjunni eða 85,4 %.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.
slg

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu
Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu.