Laust starf

24. maí 2023

Laust starf

Biskup Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.

Starfið er tvíþætt; annars vegar er um að ræða starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar þjóðkirkjunnar og hins vegar um starf skólastjóra Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri starfar á grundvelli starfsreglna um kirkjutónlist og tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri vinnur náið með kirkjutónlistarráði og biskupi Íslands að mótun framtíðarsýnar í málefnum kirkjutónlistar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun á sviði tónlistar og reynsla sem nýtist í starfi.

Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun.

Góð samstarfs- og samskiptahæfni.

Skipulagshæfni.

Færni í að tjá sig í ræðu og riti.

Helstu verkefni söngmálastjóra eru:

Stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Mótun framtíðarstefnu í kirkjutónlistarmenntun og símenntun.

Ráðgjöf við sóknarnefndir og presta vegna ráðninga organista.

Samstarf við RÚV.

Erlend samskipti.

Skipulag og umsjón með degi kirkjutónlistarinnar.

 

Eftirfarand gögn skulu fylgja umsókn:

Ferilskrá þar sem fram kemur menntun og fyrri störf.

Greinagerð um faglega sýn umsækjanda á starfið.

Staðfest afrit af prófskírteinum.

Nöfn og símanúmer tveggja umsagnaraðila.

Annað sem umsækjandi telur nauðsynlegt að komi fram.

Starfshlutfall er 100%.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.

Sækja skal um starfið á umsóknarvef kirkjunnar, hér.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. júní 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veita Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, ragnhilduras@kirkjan.is og Gyða Marín Bjarnadóttir, mannauðsfulltrúi, gyda@kirkjan.is eða í síma 528 4000.

Biskup Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.


slg


  • Biskup

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Starf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Auglýsing

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra