Góð kirkjusókn í roki og rigningu

25. maí 2023

Góð kirkjusókn í roki og rigningu

Erlendur Sveinsson og sr. Aldís Rut Gísladóttir

Sunnudaginn 21. maí var messað í Krísuvíkurkirkju, en hefð er fyrir því að messa í kirkjunni tvisvar á ári, vor og haust.

Krísuvíkurkirkja var vígð á hvítasunnudag árið 2022.

Í vormessunni, síðast liðinn sunnudag var altaristöflunni eftir Svein Björnsson komið fyrir í kirkjunni, en hún hefur veturstað í kirkjuskipi Hafnarfjarðarkirkju.

Það voru bræðurnir Erlendur og Sveinn, synir Sveins sem hengdu upp altaristöfluna sem ber heitið Upprisa.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónaði fyrir altari, Kári Þormar organisti lék á píanó og forsöngvari var Rakel Edda Guðmundsdóttir, félagi í Barbörukórnum.

Kirkjubekkir voru þétt settnir og lét fólk ekki veðrið á sig fá.

Að messu lokinni var messukaffi í Sveinshúsi og sögðu þeir bræður frá verkum föður síns og buðu upp á veitingar.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember