Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. september 2023

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

Skálholtsdómkirkja

Endurmenntunarnámskeið fyrir presta og djákna verður haldið í Skálholti dagana 26.-28. september næst komandi.

Námskeiðið markar tímamót því þetta er fyrsti styrkurinn sem Þjóðkirkjan/biskupsstofa fær til að halda námskeið fyrir háskólamenntað starfsfólk sitt eftir að hún fékk samþykkta aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna, sem stofnun.

Fyrir eiga prestar og djáknar einstaklingsaðild sem greitt er fyrir í sjóðinn.

Með aðild Þjóðkirkjunnar opnast leið til að bjóða starfsfólki námskeið þeim að kostnaðarlausu og án þess að ganga á persónulega inneign þeirra í sjóðnum.

Þau sem standa að þessu eru vígslubiskupinn í Skálholti sr. Kristján Björnsson, fræðslustjóri biskupsstofu, Elín Elísabet Jóhannsdóttir, og Skálholtsstaður.

Þessi dagskrá hefur verið unnin í samráði við prófasta, biskup Fólkakirkjunnar í Færeyjum, Jógvan Fríðriksson, og dr. Sigríði Guðmarsdóttur fyrir hönd guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.

Auk þess hefur þetta verið unnið í samráði við formenn prestafélaganna á Íslandi og í Færeyjum.

Þá hefur verið unnið eftir ráðgjöf frá Starfsþróunarsetrinu.

Námskeiðið er byggt á fyrri hefð um námskeið fræðslustjóra, Halldórs Reynissonar, sem hann vann m.a. sem rektor í Skálholti.

Tveimur fulltrúum er boðið til þátttöku frá hverju prófastsdæmi og núna bætast við þrír fulltrúar frá Færeyjum, en Fólkakirkjan styrkir þátttöku þeirra.

Fyrsta námskeiðið er fullskipað eins og er, en hér með hefur opnast möguleiki á að halda slík námskeið með reglulegu millibili enda eru þetta allt námsþættir sem reynir stöðugt á í þjónustu presta og djákna.

Þess má að lokum geta að þegar er hafinn undirbúningur að þátttöku presta frá kirkjunni á Grænlandi og er stefnt að því á næsta námskeiði.

Með því að víkka þátttökuna yfir á Vest-Norrænt þjónustusvæði kirkjunnar er opnað á afar dýrmæta miðlun á reynslu presta milli þessara þriggja landa í þáttum endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:

Þriðjudagskvöld:

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18.00

Kvöldverður á veitingastaðnum Hvönn kl. 19.00

Helgihald:

„„Einingarbandið“: Uni(form)ity, Diversity, and Why We Worship“

Prédikun:

„The Future of Preaching“ kl. 20:00-21:00

Kynning með 15 - 20 mínútna erindum í Salnum í Skálholtsskóla.

Miðvikudagur:

Morgunverður á Hvönn

Morgunhelgihald kl. 9:00 Kirkjan

Molasopi í Salnum um kl. 10.00

Prédikun kl. 10:30 – 12:00 Salurinn

„Script, Scripture and Power“ (Lecture & Workshops)

Hádegisverður og molasopi í Salnum

Sálgæsla kl. 13:00 – 14:00 Salurinn

Pastoral/Spiritual Care: An approach to be present in a person’s meaning system.

The story is at the core and meaning making the key in spiritual and wholistic health.

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson

Helgihald kl. 14:00 – 15:30 Salurinn

„Praying at the Lord´s Table“ (Lecture & Workshops)

Síðdegiskaffi kl. 15:30 – 16:00

Sálgæsla kl. 16:00 – 17:00 Salurinn

Trauma and Families, how to be present in pain, facing broken realities.

Vigfús Bjarni Albertsson

Sálmafræði kl. 17:00 – 17:30 Salurinn

„Hymns as Mirrors for Our Times“

Kvöldhelgihald - Altarisganga kl. 18:00 í kirkjunni

Kvöldverðarboð hjá biskupi kl. 19:00. Sósíal-kvöld og samtal.

Fimmtudagur:

Morgunverður á Hvönn

Morgunbæn kl. 9:00 Kirkjan

Sálgæsla kl. 9:30 – 10:30 Salurinn

The reflection and introspection - being present in oneself in pastoral care.

Gunnar Rúnar Matthíasson/ Vigfús Bjarni Albertsson

Helgihald kl. 11:00 – 12:00 Salurinn

„Sem skjaldarskuggi þinn“: The Metaphor as the Method of Liturgical Language“

Hádegisverður á Hvönn

Samantekt í Setustofunni kl. 13:00 – 14:00 og brottför.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prédikun og sálmafræði, sr. Þorgeir Arason, helgihald, og sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sálgæsla.

 

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Biblían

Sr. Arna Ýrr, Kristín, sr. Aldís Rut og sr. Bryndís Malla

Tveir prestar settir í embætti

09. sep. 2024
...í Grafarvogskirkju
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Sr. Þuríður Björg ráðin

04. sep. 2024
...í Hafnarfjarðarprestakall
Auglýsing- Guðný.png - mynd

Hausttónleikaröð tekur við af sumartónleikaröð

04. sep. 2024
...opnun á sýningunni Hallgrímshorfur