Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

27. nóvember 2023

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings

Ný framkvæmdanefnd kirkjuþings ásamt framkvæmdastjóra og forseta kirkjuþings

Framkvæmdanefnd kirkjuþings, sem kosin var á kirkjuþingi þann 18. nóvember síðast liðinn kom saman föstudaginn 24. nóvember til fyrsta fundar (óformlegs) í fundarsal rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, Laugardal, að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík.

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sat einnig fundinn.

Nefndina skipa kirkjuþingsfulltrúarnir sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi, Einar Már Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri og Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands.

Rúnar var kosinn formaður nefndarinnar á kirkjuþinginu.

Á myndinni eru:

Einar Már Sigurðarson á skjánum, sr. Arna Grétarsdóttir, Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings og Rúnar Vilhjálmsson.

Eiríkur Guðlaugsson, lögmaður á rekstrarstofunni er ritari nefndarinnar.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð