Ráðagóð Engilráð í Landanum 10. desember

8. desember 2023

Ráðagóð Engilráð í Landanum 10. desember

Síðasta sunnudag í nóvember þann 26. nóvember var söngleikurinn 

Gott ráð! Engilráð frumsýndur í Lindakirkju fyrir fullu húsi.

Öll börnin sem tóku þátt í sýningunni fengu síðan samnefnda bók að gjöf að lokinni sýningu.

Sjónvarpsþátturinn Landinn sýndi verkefninu áhuga enda er hér um verkefni að ræða sem er hugsað fyrir börn og unglinga um allt land.

Söngleikurinn er nú aðgengilegur öllum kórstjórum, bæði á nótum og á kennslumyndböndum.

"Vonast er til að hann verði sýndur sem víðast á komandi árum enda er hér ferðinni saga með fallegan boðskap um mikilvægi kærleikans og vináttunnar"

segir Elín Elísabet Jóhannsdóttir, sem samdi söguna.

Landinn heimsótti börnin á æfingu í Lindakirkju og ræddi við þau um sýninguna.

Í þættinum verða einnig sýnd brot úr uppfærslu sýningarinnar.

Þátturinn mun vera sýndur í Landanum næst komandi sunnudag, þann 10. desember.

Söngleikurinn var saminn af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni, presti í Lindakirkju eftir nýútkominni bók eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur.

Tónlistarmaðurinn góðkunni Óskar Einarsson sá um útsetningar.

Bókin er gefin út af Skálholtsútgáfunni og fæst í Kirkjuhúsinu, á kirkjuhusid.is og í bókaverslunum.

 

slgMyndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

Víkurkirkja

Sóknarprestsstarf laust

12. júl. 2024
...í Víkurprestakalli
Breiðabólstaðarkirkja

Laust starf sóknarprests

12. júl. 2024
...við Breiðabólstaðarprestakall
Skálholtsdómkirkja

Laust starf

12. júl. 2024
...sóknarprests við Skálholtsprestakalls