Þrettándaakademían haldin á Löngumýri

8. janúar 2024

Þrettándaakademían haldin á Löngumýri

Messa í kapellu Löngumýrar

Þrettándaakademían hefur verið haldin meðal presta, djákna og guðfræðinga um árabil í Skálholti.

Þá er komið saman eftir annir hátíðanna og rætt um guðfræðileg málefni, notið góðra samverstunda og hvíldar í notalegu umhverfi.

Þegar cóvid var í algleymingi var að sjálfsögðu ekki hægt að njóta þessara stunda, en í fyrra var aftur tekinn upp þráðurinn og nú á Löngumýri í Skagafirði.

Svo var einnig í ár.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Sigríði Gunnarsdóttur sóknarprest í Skagafjarðarprestakalli og spurði hana um það hvernig hefði gengið í ár.

„Já þetta var vel heppnuð akademia.

Það voru hátt í þrjátíu prestar skráðir og dvöldum við í góðu yfirlæti að Löngumýri.

Fyrirlestur flutti sr. Dalla Þórðardóttir fyrrum prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Hún talaði um boðun í ljósi reynslunnar, en sr. Dalla hefur nýlokið störfum eftir rúmlega 42ja ára þjónustu.

Sr. Árni Svanur Daníelsson, sem fer fyrir samskiptaskrifstofu Lútherska Heimssabandsins talaði um störf sín þar.

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra talaði um 20. kaflann í 5. Mósebók og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurprófstsdæmi eystra um guðfræði biskupsembættisins.

Síðan voru pallborðsumræður um breytta stöðu þjóðkirkjunnar, umræður um kirkjuþing og þau mál sem hafa verið í deiglunni þar.

Dagskrá dagsins lauk með því að sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum messaði og við áttum dásamlegt kvöld í vellystingum og sungum fram á nótt.“

Undirbúningsnefnd fyrir akademíuna skipuðu sr. Sigríður Gunnarsdóttir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og sr. Pétur Ragnhildarson prestur í Breiðholtsprestakalli.

Sr. Sigríður bætir við:

„Ég ætla að stíga til hliðar úr nefndinni og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli kemur inn í nefndina í minn stað.

Dagseting næstu akademíu liggur fyrir og verður hún 5.-7. janúar á næsta ári og hvetum við presta til að setja hana strax í dagatalið“

segir sr. Sigríður.

Er það Prestafélag Íslands, sem heldur þrettándaakademíuna?

„Já hún er styrkt af vísindasjóði Prestafélags Íslands og áhugasamt fólk úr röðum presta hefur tekið að sér undirbúning hennar."

Nú var akademían löngum haldin í Skálholti, en nú hefur hún í tvígang verið haldin á Löngumýri.

„Já, þetta er annað sinn sem hún er haldin á Löngumýri og það er almenn ánægja með það enda aðstaða þar heppileg.

Hún var fram að covid í Skálholti en eftir að hótelrekstur tók við þar, þá breyttist aðstaðan.

Það er mikilvægt með svona samkomu að geta verið alveg út af fyrir sig og spjallað í ró og næði.

Langamýri er fræðslusetur kirkjunnar og þar er tekið vel á móti öllum.

 

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir

slgMyndir með frétt

 • Biblían

 • Guðfræði

 • Kirkjustarf

 • Lútherska heimssambandið

 • Messa

 • Prestar og djáknar

 • Ráðstefna

 • Samstarf

 • Þjóðkirkjan

 • Trúin

 • Vígslubiskup

 • Alþjóðastarf

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi