Bænavika samstarfsnefndar kristinna trúfélaga

15. janúar 2024

Bænavika samstarfsnefndar kristinna trúfélaga

Alþjóðlega bænavikan hefst í þessari viku.

Í henni er afar fjölbreytt dagskrá um allt land.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við dr. Grétar Halldór Gunnarsson prest í Kársnesprestkalli og formann samstarfsnefndar kristinna trúfélaga og bað hann um að segja okkur eitthvað um bænavikuna.

„Alþjóðlega bænavikan fer fram árlega um allan heim.

Markmið hennar er að færa saman kristið fólk úr öllum kirkjum, að þau biðji saman, meðal annars fyrir einingu kristins fólks.

Bænavikan eykur samkennd og systkinakærleik á milli kristinna trúfélaga og færir fólk nær hvert öðru.

Þrátt fyrir fjölbreytni í helgisiðum og kenningu þá sameinast allir í bæn, bæn fyrir einingu.

Á Íslandi er bænavikan árviss viðburður og er það samstarfsnefnd kristinna trúfélaga sem skipuleggur hana.“

Hvaða trúfélög eru með í samstarfsnefndinni?

„Fulltrúar ýmissa kristinna trúfélaga hittist og skipuleggur bænavikuna.

Það er Þjóðkirkjan, Aðventkirkjan, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Betanía, Hin íslenska Kristskirkja, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Réttrúnaðarkirkjan, Alþjóðlegi söfnuðurinn og Hjálpræðisherinn.

Fyrir norðan, á Akureyri, er síðan einnig hópur sem skipuleggur bænavikuna þar.

Sameiginlegt efni til notkunar í samkirkjulegum bænastundum er sent út af Alkirkjuráðinu.

Að þessu sinni var efnið útbúið af kirkjum í Burkina Faso og er þema þessara bænaviku „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Lúk 10.27)

Hvernig fer bænavikan fram?

„Þverkirkjulegri guðsþjónustu verður útvarpað þann 21. janúar kl. 11.00 á Rás 1.

Guðsþjónustan er tekin upp í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu og fulltrúar margra kirkna taka þátt í henni.

Þá er sömuleiðis málþing sem er haldið í tengslum við bænavikuna og þema hennar.

Vegna ástands í heimsmálum var ákveðið að viðfangsefni málþingsins yrði friður.

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra mun fjalla um hugtakið frið í Gamla testamentinu.

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands mun fjalla um hugtakið frið í Nýja testamentinu.

Dr. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur mun fjalla um innri frið og ytri frið og tengslin þar á milli.

Málþingið fer fram í íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14. Grafarvogi.

Hefst það kl. 18:00 þriðjudaginn 23. janúar og stendur til kl. 20.00.

Boðið verður upp á léttan súpukvöldverð.“

Dagskrá Bænavikunnar er eftirfarandi:

Reykjavík

18. jan. kl. 20.00– Hjálpræðisherinn Suðurlandsbraut 72

19. jan. kl. 20.00 – Aðventkirkjan í Reykjavík Ingólfsstræti 19

20. jan. – kl. 18:00 Fíladelfía og súpa á eftir Hátúni 2

21. jan. – kl. 11:00 Útvarpsmessa á RUV

22. jan. – kl. 18.00 Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju, Þangbakka 5

23. jan. – kl. 18.00 Málþing. Innri og ytri friður, í Íslensku Kristkirkjunni Fossaleyni 14

24. jan. - kl. 20:00 Landakotskirkja Hávallagötu 14-16

Akureyri

19. jan kl. 17:00 Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20

21. janúar kl. 11 Útvarpsguðsþjónusta á RUV

22. jan kl. 11:00 Bænastund á Hjálpræðishernum, Hrísalundi 1a

23. janúar kl. 19:00 Bænastund í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2

24. janúar kl. 12:00 Bænastund í Glerárkirkju

25. janúar kl. 20:00 Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20

 

slgMyndir með frétt

 • Biblían

 • Fræðsla

 • Guðfræði

 • Kirkjustaðir

 • Kirkjustarf

 • Messa

 • Prestar og djáknar

 • Ráðstefna

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Þjóðkirkjan

 • Alþjóðastarf

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi