Samverustundir fyrir Grindvíkinga og opið hús

15. janúar 2024

Samverustundir fyrir Grindvíkinga og opið hús

Grindavík

Eftir hina hræðilegu viðburði helgarinnar og í því ástandi sem enn er yfirvofandi er gott að koma saman í kirkju, finna frið stuðning og hjálp.

Því hefur verið ákveðið að hafa samverustundir fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju og Hafnarfjarðarkirkju á sama tíma kl. 17:00 til 19:00 í dag, mánudaginn 15. janúar.

Stundirnar hefjast með bænastund og tónlist kl. 17:00, hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.

Boðið verður upp á hressingu þar sem prestar og viðbragðsaðilar Rauða krossins verða til samtals og hlustunar.

Hvatt er til að sýna samstöðu, mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélagi með hvert öðru.

Minnt er á að hægt er að leita sér aðstoðar með því að skrifa tölvupóst á afallahjalp@kirkjan.is.

Einnig er hægt að hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.

 

slg


  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Hjálparstarf

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.