LWF kallar eftir tveggja ríkja lausn

17. janúar 2024

LWF kallar eftir tveggja ríkja lausn

Lútherska Heimssambandið hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Eftir 100 daga stríð á Gaza hefur Lútherska Heimssambandið miklar áhyggjur af því að engin lausn sé enn í augsýn.

Mannfall og þjáning óbreyttra borgara hefur verið gífurlegt.

Frá 7. október hafa nærri 25.000 manns týnt lífi og tugir þúsunda hafa særst.

Nærri tvær milljónir eða um 85% íbúa Gaza hafa verið á flótta og um 45% heimila hafa verið lögð í rúst.

Yfir 150 gíslar eru enn í haldi á Gaza.

Aukið ofbeldi á vesturbakkanum og öðrum stöðum í Palestínu er mikið áhyggjuefni og hefur valdið mikilli hnignun á svæðinu.

Lútherska Heimssambandið hefur einnig áhyggjur af hatursorðræði sem birtist víða eins og um antisemitisma, islamophobiu og mannskemmandi sögusagnir af Palestínumönnum.

Að stríðið hafi kostað svo mörg mannslíf er óþolandi og staða mannúðarmála hnignar stöðugt.

Áhrif átakanna á fólk og innviði, þar með talið heimili fólks, sjúkrahús, skóla, vegi, bænahús og aðrar opinberar byggingar er yfirþyrmandi.

Sú staðreynd að stríðið skuli halda áfram er staðfesting á því að stríðsaðilum og alþjóðasamfélaginu hefur mistekist að koma á vopnahléi og varanlegri lausn á vandanum.

Milljónir fólks um allan heim, þar á meðal stjórnmálafólk, aðgerðarsinnar og kirkjuleiðtogar hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lausn gísla.

Þau hafa barist fyrir því að hjálparsamtök komist óhindrað inn á svæðið, hvatt til virðingar á mannúðarlögum og hvatt til friðsamlegrar lausnar.

Á þetta hefur ekki verið hlustað hvorki af Ísrael né Hamas.

Hundrað dagar í viðbót þar sem stríð geysar getur leitt til hræðilegrar þjáningar.

Nú er tíminn til að koma á vopnahléi sem getur leitt til friðar.

Áframhaldandi ófriður er óásættanlegur fyrir alla.


Lútherska Heimsambandið hvetur alþjóðasamfélagið til að vinna af krafti að varnlegri lausn í stríðinu og á hinum áratuga löngu átökum milli Ísrael og Palestínu.

Tveggja ríkja lausnin er eina leiðin til þess að að Ísrael og Palestína geti lifað saman í friði.

Þá er hægt að leysa úr ágreiningi á diplómatískan hátt í stað ofbeldis, þar sem alþjóðalög eru virt og fólk getur búið saman í friði.

 

slg


  • Ályktun

  • Erlend frétt

  • Lútherska heimssambandið

  • Alþjóðastarf

Sr. Toshiki með Biblíuna á farsi

Biblíufélagið gefur Biblíur á farsi

12. sep. 2024
...til Alþjóðlega safnaðarins
Landsp..jpg - mynd

Laust starf sjúkrahúsprests eða djákna

12. sep. 2024
...á Landspítala
Kópavogskirkja böðuð gulu ljósi

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

11. sep. 2024
...kyrrðarstundir í kirkjum landsins