Mattias Wager á Íslandi

19. janúar 2024

Mattias Wager á Íslandi

Mattias Wager

Þessa dagana er staddur á Íslandi góður gestur en það er Mattias Wager, dómorganisti við Storkyrkan í Stokkhólmi.

Mattias er hingað kominn á vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista til að halda námskeið í orgelspuna fyrir íslenska organista og orgelnemendur.

Mattias hefur unnið til fjölda verðlauna í orgelleik á alþjóðlegum vettvangi.

Auk þess að starfa sem dómorganisti í Stokkhólmi hefur hann komið fram á tónleikum, masterclass-námskeiðum og orgelhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu.

Hann hefur kennt orgelleik og spuna við fjóra helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar.

Frá árinu 1995 hefur Mattias Wager margoft komið til íslands til tónleikahalds, upptöku geisladiska og orgelkennslu og lék síðast á Íslandi haustið 2022 þegar hann ferðaðist um landið og hélt tónleika í Hafnarfjarðarkirkju, Akureyrarkirkju og Egilsstaðakirkju við frábærar undirtektir.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar þá er Mattias góður vinur margra kirkjutónlistarmanna hér á landi og hún segir:

„Eins og myndirnar sýna er skemmtileg stemning á námskeiðinu hjá honum enda Mattias frábær kennari og sannkölluð vítamínsprauta fyrir þau sem starfa á þessum vettvangi hér á landi."

Mattias Wager hélt tónleika í gærkveldi fimmtudagskvöldið 18. janúar í Grafarvogskirkju þar sem hann lék fjölbreytta efnisskrá og sýndi hvernig hann spinnur á orgelið.

slgMyndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • List og kirkja

  • Námskeið

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Fræðsla

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi