Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. febrúar 2024

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

Lágafellskirkja

Umfjöllun um barnakóra í kirkjum landsins heldur áfram þessa viku.

Barnakór Lágafellskirkju var stofnaður haustið 2022 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan.

Að sögn Valgerðar Jónsdóttur, sem stjórnar kórnum þá eru „nú tveir hópar starfræktir, eldri hópur fyrir 4.-7. bekk, þar sem eru 10 félagar og yngri hópur fyrir 1.-3. bekk þar sem eru 18 félagar.

Kórinn tekur þátt í fjölskyldumessum í Lágafellskirkju, syngur í guðsþjónustu á Æskulýðsdaginn og á fleiri viðburðum sem tengjast kirkjustarfinu.

Einnig heimsækjum við dvalarheimilið hér í Mosfellsbæ reglulega“ segir Valgerður.

„Í fyrra tókum við þátt í Söngvahátíð barnanna á Sumardaginn fyrsta í Víðistaðakirkju og verðum aftur með í ár í Hallgrímskirkju.

Einnig komum við fram á ýmsum stöðum fyrir jólin, til dæmis þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Mosfellsbæ, á tónleikum með Varmárkórnum og á jólatónleikum Grétu Salóme í Hlégarði“

sagði Valgerður Jónsdóttir kórstjóri að lokum


slg


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna