Aðalfundur Prestafélags Íslands haldinn í Stykkishólmi

16. apríl 2024

Aðalfundur Prestafélags Íslands haldinn í Stykkishólmi

Stjórn Prestafélags Íslands

Aðalfundur Prestafélags Íslands var haldinn í morgun í Stykkishólmskirkju.

Stjórnin var endurkjörin.

Formaður er kosinn sérstaklega.

Sr. Þorgrímur Daníelsson prestur í Þingeyjaprestakalli var endurkjörinn formaður til tveggja ára.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Anna Eiríksdóttir voru auk þess endurkjörin til tveggja ára.

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir átti eftir eitt kjörtímabil af sinni stjórnarsetu, en baðst undan frekari setu.

Í hennnar stað var kjörin sr. Jónína Ólafsdóttir.

Áfram í stjórn situr sr. Oddur Bjarni Þorkelsson.

Sr. Þráinn Haraldsson og sr. Sveinbjörg Pálsdóttir voru kosin í vrastjórn.

Síðdegis setur biskup Íslands Djákna- og prestastefnuna í Stykkishólmskirkju.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.