Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apríl 2024

Úlfastundir í Lágafellssókn

Í Lágafellssókn hefur verið bryddað upp á glænýju starfi fyrir fjölskyldur.

Starfið er liður í því að efla safnaðarstarf og koma til móts við foreldra með ung börn.

Að sögn Guðlaugar Helgu Guðlaugsdóttur sem sér um stundirnar, þá eru Úlfastundir starf sem fer fram á fimmtudags eftirmiðdögum frá klukkan 17:00-19:00.

„Þá er kirkjuskóli fyrir börnin með ýmsum þemum og stundum fáum við góða gesti í heimsókn eins og Þorra og Þuru og jógakennara.

Á meðan börnin eru í kirkjuskólanum geta foreldrar komið saman og fengið sé kaffi, spjallað og einnig höfum við haft fræðslu fyrir þau.

Til dæmis kom Lára Halldórsdóttir talmeinafræðingur nýlega og ræddi við foreldra um hvernig hægt sé að efla málþroska heima fyrir“ segir Guðlaug Helga.

„Að endingu koma allir saman og borða kvöldmat.

Við höfum boðið uppá grjóngraut, slátur, brauð og álegg.

Allir ættu því við að fara saddir og sælir heim.

Mikil ánægða hefur verið með starfið enda er þessi tími oft sá erfiðasti fyrir foreldra með ung börn og mikilvægt fyrir kirkjuna að koma til móts við þennan hóp safnaðarmeðlima“ sagði Guðlaug Helga að lokum.



slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Háteigskirkja

Laust starf

30. apr. 2024
...prests í Háteigsprestakalli
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apr. 2024
…í Garðaprestakall
Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla