Fyrsti starfsmannafundur á nýjum stað

13. júní 2024

Fyrsti starfsmannafundur á nýjum stað

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar þjóðkirkjunnar

Fyrsti starfsmannafundur Þjónustumiðstöðvar þjóðkirkjunnar var í morgun fimmtudaginn 13. júní eftir flutning í Borgartún 26.

Þjónustumiðstöðin er á fimmtu hæð í húsinu og starfar nú bæði biskupsstofa og rekstrarstofa á sama stað, en þau hafa verið aðskilin frá því í nóvember 2022.

Fundurinn hófst með því að Ragnhildur Ásgeirsdóttir skrifstofu- og mannauðsstjóri biskupsstofu las ritningarlestur og fór með bæn.

Því næst fór Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri rekstrarstofu yfir nýja skipuritið og rifjaði upp hlutverk hvers og eins.

Þá fór hann yfir rekstrarstöðuna eftir fyrstu fjóra mánuði ársins sem er góð í flestum liðum.

Gyða Marín Bjarnadóttir mannauðsfulltrúi fór lauslega yfir niðurstöður mannauðsmælinga, en farið verður nánar yfir þær niðurstöður í haust.

Fundarfólk lýsti sig almennt afar ánægt yfir því að vera allt komið á sama stað.


slg


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní