Tvö laus herbergi á Löngumýri

19. júní 2024

Tvö laus herbergi á Löngumýri

Vegna forfalla eru laus tvö tveggja manna herbergi í næsta hóp á Löngumýri, 23. – 28. júní.

Langamýri er fræðslusetur þjóðkirkjunnar.

Það stendur á flatanum neðan við Varmahlíð í Skagafirði.

Þar var áður húsmæðraskóli.

Húsnæðið hentar mjög vel fyrir starfsemi eins og orlofsbúðir fyrir eldra fólk enda er nánast allt á sömu hæð.

Fáein þrep eru niður í setustofuna og tvö herbergjanna eru á efri hæð en annars er allt á einu og sama gólfinu.

Gist er í eins og tveggja manna herbergjum, eitt þriggja manna herbergi er á staðnum.

Salerni eru sameiginleg en eru mjög mörg og nálægt hverju herbergi.

Í rúmgóðum matsalnum er borðað fimm sinnum á dag og í eldhúsinu starfar dásamlegt starfsfólk úr héraðinu.

Innangengt er í kapellu og þar er boðið upp á stundir kvölds og morgna.

Gist er í uppbúnum rúmum og handklæði fylgja.

Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum.

Boðið er upp á gönguferð á hverjum degi, einnig létta stólaleikfimi.

Einn daginn er farið í menningarferð um héraðið.

Kvöldvökur, söngur og gleði eru daglegt brauð, svo er oft boðið upp á spil, bingó, púsluspil og aðra skemmtun.

Allar upplýsingar fást í síma 567 4810 milli klukkan 9 og 13.

Reglulega eru settar inn myndir og frásagnir af hverri dvöl á Facebook síðunni: Orlofsbúðir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði  og skráning á www.eystra.is

 

slg


 • Fræðsla

 • Heimsókn

 • Kærleiksþjónusta

 • Kirkjustarf

 • Öldrunarþjónusta

 • Sálgæsla

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Þjóðkirkjan

 • Trúin

 • Eldri borgarar

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð