Sr. Arna Ýrr ráðin sóknarprestur í stærsta söfnuði landsins

30. júní 2024

Sr. Arna Ýrr ráðin sóknarprestur í stærsta söfnuði landsins

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands.

Sr. Arna Ýrr er fædd þann 15. desember árið 1967 á Akureyri.

Foreldrar hennar eru Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Heiðar Jónsson sem er látinn.

Sr. Arna Ýrr ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri.

Hún lauk cand.theol prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1996.

Auk þess hefur hún stundað framhaldsnám í sálgæslu í Danmörku og í prédikunarfræðum í Svíþjóð.

Sr. Arna Ýrr vígðist sem prestur til Raufarhafnar árið 2000.

Áður starfaði hún sem endurmenntunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri.

Hún hefur starfað sem prestur í Langholtskirkju og Bústaðakirkju og einnig í Glerárkirkju á Akureyri.

Síðustu 10 ár hefur hún starfað, sem prestur í Grafarvogskirkju og tekur nú við starfi sóknarprests þar.

Auk þess hefur hún sinnt fræðslu á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um drauma, og farið með fyrirlestra og fræðslu um það málefni víða í kirkjustarfi, bæði hjá eldri borgurum, í foreldrahópa o.fl.

Hún hefur sérhæft sig í notkun draumavinnu í sálgæslu og eru draumar og draumatúlkun eitt af hennar aðaláhugamálum.

Sr. Arna Ýrr er fráskilin og á þrjá syni, 36 ára, 19 ára og 16 ára.


slg

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Biskup með sóknarnefnd Þórshafnarkirkju-mynd Heimir Hannesson

Biskup Íslands í kirkjuafmæli á Þórshöfn

21. okt. 2024
...söfnuðurinn hélt upp á 25 ára afmæli kirkjunnar
Guðbrandsbiblía prentuð á Hólum árið 1584

Stórmerkileg Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju

18. okt. 2024
...stendur til loka októbermánaðar
Sr. Bryndís 2.jpg - mynd

Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur

18. okt. 2024
...í Patreksfjarðarprestakalli