Laust starf kórstjóra

3. júlí 2024

Laust starf kórstjóra

Barna og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarsókn auglýsir laust til umsóknar starf kórstjóra unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju.

Um er að ræða 35% starf.

Í Hafnarfjarðarkirkju er öflugt kórastarf, en fjórir kórar eru starfandi við kirkjuna, Barbörukórinn, ungmennakórinn Bergmál, unglingakór og barnakór.

Helstu starfsskyldur og verkefnalýsing

Kórstjórn og umsjón unglingakórs ásamt undirleik.

Kórstjóri hefur það verkefni að byggja upp gott samfélag unglinga og foreldra og stuðla að góðum tengslum þeirra við kirkjuna.

Kórstjóri skipuleggur æfingar og viðburði innan kirkjunnar sem utan hennar svo börnin fái tækifæri til að njóta sín í gegnum leik og söng.

Kórstjóri sér einnig um að auglýsa skráningar í kórinn og samskipti og upplýsingagjöf við forráðamenn.

Einnig er gerð krafa um að viðkomandi geti mætt á starfsmannafundi við kirkjuna að jafnaði tvisvar í mánuði.

Unglingakórinn æfir tvisvar í viku og kemur fram í messum annan hvern mánuði en oftar um jól og að vori.

Þekking og færni

Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd barna-og unglinga, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa sérstakan áhuga á að vinna með börnum og unglingum.

Góð þekking á raddbeitingu og raddþjálfun er nauðsynleg.

Reynsla af kórastarfi er nauðsynleg.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí og miðað er við að viðkomandi hefji störf 1. september.

Nánari upplýsingar veita sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju og Kári Þormar organisti Hafnarfjarðarkirkju.

Allar umsóknir skulu sendar til Magnúsar Gunnarssonar, formanns sóknarnefndar á netfangið magnus@haukar.is

 

slg

  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Matur.jpg - mynd

Hjálpumst að heima og heiman

04. des. 2024
...árleg jólasöfnun Hjálparstarfsins
HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Prestur og biskup Íslands

Gamalli hefð haldið við

02. des. 2024
...messa í Háskólakapellunni á fullveldisdaginn