Sögulegur fjöldi biskupa við vígslu frú Guðrúnar

3. september 2024

Sögulegur fjöldi biskupa við vígslu frú Guðrúnar

Prestar þjóðkirkjunnar auk íslenskra og erlendra biskupa

Sögulegur fjöldi biskupa var viðstaddur vígslu frú Guðrúnar Karls Helgudóttur síðst liðinn sunnudag.

Elstu menn sem fréttaritari kirkjan.is talaði við muna ekki eftir ámóta fjölda við biskupsvígslu hér á landi.

Biskuparnir voru frá öllum Norðurlöndunum, Grænlandi og Færeyjum, Eistlandi, Bretlandi og Írlandi.

Þrír biskupar eru starfandi á Íslandi.

Auk frú Guðrúnar eru það vígslubiskuparnir sr. Kristján Björnsson í Skálholti og sr. Gísli Gunnarsson á Hólum í Hjaltadal.

Auk þess voru fjórir íslenskir biskupar, sem látið hafa af störfum viðstaddir vígsluna, svokallaðir emeritusar.

Það voru þeir sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson fyrrum vígslubiskup á Hólum, sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrum vígslubiskup á Hólum og sr. Agnes M. Sigurðardóttir fyrrum biskup Íslands, sem vígði frú Guðrúnu.

Erlendir biskupar voru Paul Ferguson, vígslubiskup erkibiskupsdæmisins í Kantaraborg í Whitby, Martin Modéus erkibiskup sænsku kirkjunnar, Tapio Luoma erkibiskup í Finnlandi, Mark Strange höfuðbiskup skosku biskupakirkjunnar, Paneeraq Siegstad Munk Grænlandsbiskup, Ulla Thorbjørn Hansen biskup í Hróarskeldu í Danmörku, Urmas Viilma, erkibiskup eistnesku kirkjunnar í Tallin, Olav Fykse Tveit höfuðbiskup í norsku kirkjunni, Paulina Hławiczka-Trotman, biskup lúthersku kirkjunnar í Bretlandi, Dorrien Davies, biskup af St. Davids í Wales , Michael Burrows biskup í Tuam, Limerick og Killaloe á Írlandi og Jógvan Friðriksson Færeyjabiskup.

 

slg


  • Biskup

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Vígsla

  • Alþjóðastarf

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins