Tveir prestar settir í embætti

9. september 2024

Tveir prestar settir í embætti

Sr. Arna Ýrr, Kristín, sr. Aldís Rut og sr. Bryndís Malla

Í gær setti sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra tvo presta í embætti í Grafarvogskirkju í Reykjavík.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir var sett í embætti sóknarprests, og sr. Aldís Rut Gísladóttir í embætti prests.

Sr. Arna Ýrr tekur við sóknarprestsembætti af sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands og sr. Aldís Rut tekur við af sr. Örnu Ýr sem þjónað hefur við söfnuðinn um árabil.

Sr. Aldís Rut þjónaði áður sem prestur við Hafnarfjarðarkirkju.

Kristín Kristjánsdóttir djákni tók einnig þátt í athöfninni.

Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi sungu.

Organisti var Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Að sjálfsögðu var boðið í kaffi að athöfn lokinni.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Örnu Ýrr og spurði hana um upplifun gærdagsins.

Hún sagði:

„Það var dýrmætt að bjóða nýjan prest, hana Aldísi Rut, velkomna til okkar í Grafarvogssöfnuð og hefja vetrarstarfið á því.

Það er alltaf svo gott þegar rútínan byrjar á ný og við hlökkum mikið til að efla enn frekar fjölbreytt starf fyrir fólk á öllum aldri í Grafarvogi."


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins