Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

11. september 2024

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Kópavogskirkja böðuð gulu ljósi

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga var í gær 10. september.

Þá klæddust mörg gulu, enda er allur mánuðurinn helgaður þessu málefni undir baráttuheitinu Gulur september.

Víða var þessa málefnis minnst í kirkjum landsins, en á vef átaksins mátti finna upplýsingar um kyrrðarstundir í Kópavogskirkju og Egilsstaðakirkju.

Kyrrðarstundin í Kópavogskirkju hófst kl. 20:00.

Dagskráin var einföld.

Tónlistarflutningur var í höndum Stefáns Stefánssonar og Unu Stefánsdóttur ásamt hljómsveit.

Sr. Sigurður Arnarsson sóknarprestur í Kársnesprestakalli leiddi stundina.

Á dagskránni var innlegg aðstandanda, Auðar Hallgrímsdóttur.

Fundarstjóri var Anna Margrét Bjarnadóttir.

Í lok stundarinnar var kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Kyrrðarstund var einnig í Egilstaðakirkju kl. 20:00.

Á dagskrá var tónlistarflutningur í umsjá Úlfars Trausta Þórðarsonar og Sándor Kerekes organista kirkjunnar.

Prestar Egilsstaðaprestakalls leiddu stundina og fluttu íhugunarorð.

Benedikt Þór Guðmundsson verkefnastjóri hjá Píeta-samtökunum flutti hugvekju þar sem hann deildi reynslu sinni sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og sagði frá samtökunum.

Að lokum gafst viðstöddum kostur á að tendra kertaljós í minningu, von og bæn.

Dagskrá sem fer fram allan mánuðinn má finna hér.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Kópavogskirkju.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins