Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni

17. september 2024

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni

Dómkirkjan í Reykjavík

Á morgun miðvikudaginn 18. september hefjast örpílagrímagöngur á ný frá Dómkirkjunni í Reykjvík.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Elínborgu Sturludóttur dómkirkjuprest og spurði hana um þessar göngur, en Elínborg hefur eins og kunnugt er kynnt pílagrímahugmyndafræðina hér á landi undanfarin ár.

Hún hefur í mörg ár leitt pílagrímagöngur í Skálholt í aðdraganda Skálholtshátíðar og leitt fólk um Jakobsveginn bæði á Spáni og í Portúgal ótal sinnum.

Hún hafði þetta að segja um örpílagrímagöngurnar:

„Undanfarin ár hef ég staðið fyrir örpílagrímagöngum frá Dómkirkjunni um Kvosina og Vesturbæinn.

Pílagrímagrímalífið er orðið að lífsstílshreyfingu þar sem asaleysi, æðruleysi, kyrrð, samkend, einfalt og hófstillt líf og andlegur vöxtur er sett á oddinn.

Það þarf ekki endilega að leggja land undir fót utanlands til að tileinka sér hugmyndafræði pílagrímalífsins.

Það getum við gert í hversdagslífinu hér innanands og örpílagrímagöngurnar eru framlag kirkjunnar til þess að ýta undir að fólk rækti þessi gæði í lífi sínu“

segir Elínborg og bætir við:

„Við finnum það öll hvað hreyfing gerir okkur gott og ýtir undir líkamlega og andlega heilsu.

Hreyfing hjálpar okkur einnig til þess að ganga í átt til Guðs, enda eru pílagrímagöngur stundum kallaðar bænalíf með fótunum!

Örgöngurnar verða alla miðvikudaga í vetur og hefjast ávallt kl. 18:00 á örstuttri helgistund í Dómkirkjunni og síðan er gengið af stað um næsta nágrenni Kvosarinnar.

Meginreglan er sú að vera kominn aftur á kirkjutröppur Dómkirkjunnar kl. 19:00.

Þannig að örgöngurnar eru tilboð til fólks um að rækta trú um leið og það hreyfir sig innan borgarlandslagsins.“

 

slg


  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Fræðsla

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall