Viltu verða vinur Hjálparstarfsins?

27. september 2024

Viltu verða vinur Hjálparstarfsins?

Vinir Hjálparstarfsins hafa nú hist reglulega í nokkur misseri

Fólk kemur saman til hádegisverðar þar sem er heimilislegur matur er á boðstólum, fræðist um starfið og stillir saman strengi.

Sú venja hefur skapast að vinirnir hittast síðasta mánudag hvers mánaðar og er fólk hvatt til að bætast í vinahópinn.

Fyrsta hádegissamvera misserisins verður í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 30. september kl. 12:00 og þá snæðir fólk saman.

Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Áskoranir og árangur í lok starfsárs

Yfir hádegisverðinum mun Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, fjalla um áskoranir og árangur í starfinu.

Aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar vegna starfsársins 2023-2024 fer fram laugardaginn 28. september og fá vinirnir því nýjustu fréttir af starfinu yfir hádegisverðinum.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig á hinu víðfeðma og mikilvæga starfi Hjálparstarfs kirkjunnar þá má finna starfsskýrsluna hér.

Svo starfsfólk Grensáskirkju geti áttað sig á hve mikill matur þarf að vera á boðstólum er mikilvægt að skrá sig í matinn.

Skráning er á netfanginu help@help.is eða í síma 528 4400.

Múlakaffi mun að þessu sinni annast um veitingarnar, en í boði verður steiktur fiskur ásamt meðlæti.

Verð fyrir máltíðina er kr. 3.500 og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Eins og áður er getið eru öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið hjartanlega velkomin.

 

slg


  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra