Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

4. október 2024

Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

Seltjarnarneskirkja

Seltjarnarnessókn var stofnuð árið 1974 og því eru nú í ár 50 ár frá stofnun safnaðarins.

Fyrsti formaður sóknarnefndar var Kristín Friðbjarnardóttir, en hún gegndi formennsku í sóknarnefndinni í 16 ár.

Seltjarnarnesið var áður hluti af Nessókn og sóknarkirkja Seltirninga var Neskirkja við Hagatorg.

Kristín tók fyrstu skóflustungu að þeirri kirkjubyggingu, sem nú stendur á Valhúsahæð árið 1981.

Arkitektar kirkjunnar voru Hörður Björnsson og Hörður Harðarson.

Kirkjan var vígð 19. febrúar árið 1989 en athafnir fóru fram í kjallara kirkjunnar frá 1985-1989 á meðan verið var að ljúka við bygginguna.

Fyrsti sóknarprestur Seltjarnarneskirkju var Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrum vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, en núverandi sóknarprestur er Bjarni Þór Bjarnason.

Í tilefni þessara tímamóta verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni allan þennan mánuð.

 

Sunnudaginn 6. október verður fræðslumorgunn kl. 10:00 eins og reyndar alla sunnudaga.

Fræðslumorguninn að þessu sinni ber yfirskriftina: Hversu yndislegir eru bústaðir þínir -sr. Sigurður Pálsson og Biblíur hans.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus flytur erindið.

Þá verður opnuð Biblíusýning á öllum útgáfum Biblíunnar.

Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurðar Pálssonar og fyrrum varafréttastjóri á RUV, opnar Biblíusýninguna.

Þennan sama morgunn verður opnuð málverkasýning Garðars Ólafssonar á Veggnum gallerí.

 

Föstudaginn 11. október kl. 8:45 verða tónleikarnir Bach fyrir börnin.

Börnum úr í 6. bekk Mýrarhúsaskóla er boðið á tónleikana sem eru í umsjá Friðriks Vignis Stefánssonar, kantors Seltjarnarneskirkju.

 

Sunnudaginn 13. október verður að venju fræðslumorgunn kl. 10:00.

Dr. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus flytur erindi sem hún nefnir Mannanöfn og Biblían.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands flytur ræðu í messu kl. 11:00, en hann var í nefnd sem kannaði á sínum tíma möguleika á stofnun sérstaks safnaðar á Seltjarnarnesi.

 

Sunnudaginn 20. október ber fræðsluerindið titilinn Biblían og kristniboðið.

Sr. Ragnar Gunnarsson, kristniboði, talar.

 

Sunnudaginn 27. október er fræðslumorgunninn um Biblíuna í verkum Laxness

Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, flytur erindið.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Biblían

Hver vegur að heiman.jpg - mynd

Einlæg glíma við mannlega tilveru

05. des. 2024
...ný bók eftir sr. Vigfús Bjarna Albertsson
Matur.jpg - mynd

Hjálpumst að heima og heiman

04. des. 2024
...árleg jólasöfnun Hjálparstarfsins
HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju