Skemmtilegt og gefandi samstarf

31. október 2024

Skemmtilegt og gefandi samstarf

Prestar Norðurlanda sm starfa í Danmörku með Kaupmannahafnarbiskupi

Sunnudaginn 27. október fór fram samnorræn messa í sænsku kirkjunni í Kaupmannahöfn.

Sá skemtilegi siður hefur myndast að halda slíka messu einu sinni á ári.

Í messunni tóku þátt prestar og safnaðarfólk frá sænsku, dönsku, norsku, færeysku, grænlensku, finnsku og íslensku kirkjunni í Danmörku.

Að sögn Sigfúsar Kristjánssonar sendiráðsprests í Kaupmannahöfn þá hefur það eflt og styrkt söfnuðina að eiga saman samstarf og rækta vináttuna.

„Að þessu sinni var yfirskrift messunar Von og prédikaði Kaupmannahafnarbiskup Peter Skov-Jakobsen“

segir Sigfús og bætir við:

„Það er sérstakt og áhugavert að hlusta á öll þessi fallegu tungumál notuð í einni stund.

Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og kanilsnúða í safnaðarheimili Gústafskirkjunnar sem er rétt við hliðina á Österport lestarstöðinni.“


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.