Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóvember 2024

Mikilvægt að nudda ungbörnin

Hrönn Guðjónsdóttir

Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00.

Hún mun kenna nokkrar nuddstrokur og fræðir um af hverju það er gott að nudda ungbörn.

Þátttakendur fá afnot af nuddolíu í kennslunni og námsgögn sem þátttakendur fá að gjöf.

Hrönn verður einnig með nuddolíur til sölu á góðu verði.

Þátttakendur þurfa að koma með þykkt, mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu meðan á dagskránni stendur.

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju.

Nánari upplýsingar um ungbarnanudd má finna hér.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Barnastarf

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.