Fréttir af kirkjustarfi fyrir vestan

11. desember 2024

Fréttir af kirkjustarfi fyrir vestan

Magnús prófastur og Judith organisti

Fréttaritara kirkjan.is finnst sérlega dýrmætt að fá fréttir af kirkjustarfi á landsbyggðinni því það er svo sannarlega afar fjölbreytt.

Prófasturinn í Vestfjarðarprófastsdæmi Magnús Erlingsson sóknarprestur í Vestfjarðarprestakalli tók áskoruninni og sendi fréttaritara eftirfarandi pistil:

„Sunnudagskvöldið 8. desember, á öðrum sunnudegi í aðventu, var hávaðarok á Ísafirði.

Það hvein og söng í vindinum og regnið buldi á kirkjunni.

Þrátt fyrir slagveðrið fylltist kirkjan af fólki og það var eftirvænting í loftinu.

Aðventukvöldið hófst með því að femingardrengir í hvítum kyrtlum gengu í halarófu inn kirkjugólfið undir merki krossins.

Héldu þeir á kertum og tendruðu með þeim ljósin á altarinu, á aðventukransinum og á ljósum í öðrum kertastjörkum.

Á meðan söng Kór Ísafjarðarkirkju acapello sálminn Með gleðiraust og helgum hljóm.

Stjórnandi kórsins er Judith Pamela Tobin.

Þá söng Svanhildur Garðarsdóttir einsöng með kórnum.

Magnús Erlingsson var með hugvekju.

Aðventukvöldið tókst vel og munaði þar mestu um fagran söng kórs og einsöngvara og fallegt lagaval.

Kirkjugestir fóru heim með hýrt hjarta.“

Og prófasturinn bætti við:

„Sr. Örn Bárður Jónsson er að þjóna Patreksfjarðarprestakalli um þessar mundir.

Næsta sunnudag, þann 15. desember verður hann í Bíldudalskirkju kl. 13:00, Tálknafjarðarkirkju kl. 15:00 og Patreksfjarðarkirkju kl. 17:00 og býður þar sóknarbörnum til samtals.

Þar ætlar hann að ræða um lífið og trúna, segja sögur og svara spurningum.

Þessar samtalsstundir hefjast með sálmasöng og þeim lýkur með tónlistarflutningi.“

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Kór Ísafjarðarkirkju.

Síðan er mynd af Erni Bárði, altaristöflunni í Bíldudalskirkju, Tálknafjarðarkirkju og loks mynd af prédikunarstól Patreksfjarðarkirkju eftir Erró.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall