Einlæg vinátta verður til

12. desember 2024

Einlæg vinátta verður til

Jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma var haldin í Grensáskirkju mánudaginn 9. desember.

Fulltrúar Heldri borgara úr hverri kirkju í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi komu saman til að efla jólaandann og var mæting góð að sögn Báru Friðriksdóttur prests og verkefnastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra,

„Samveran hófst með helgistund“

segir Bára

„þar sem María Jónsdóttir, sópran söng hugljúf lög undir leik Ástu Haraldsdóttur organista.“

Steinunn Þorbergsdóttir djákni og Þorgils Hlynur Þorbergsson, stjórnarfólk í Eldriborgararáði, þjónuðu í helgistundinni ásamt Báru.

Að því búnu var gengið í hátíðarsal og leynigestur beið þátttakenda.

Bára segir að það hafi upphafist hlátrasköll þegar verið var að finna út úr hver væri leynigesturinn.

Loks kom svarið og sr. Magnús Björn Björnsson stökk fram úr felum.

Hátíðarmálsverður var reiddur fram, hamborgarahryggur og kalkúnabringa ásamt meðlæti en eftirréttur var upp á gamla mátann, ís, kokteilávextir og þeyttur rjómi.

Héraðssjóður greiddi niður kostnaðinn til helminga.

Þorgils Hlynur, guðfræðingur sagði frá jólaminningu úr æsku og Bára lék undir söng á gítar.

Í lokin voru pakkaskipti en hver fulltrúi kom með innpakkaða smá gjöf.

Stjórnarkonur sáu um að afhenda pakka og allir máttu vel við una.

Bára segir að stundum verði til falleg andartök og eitt slíkt varð í samverunni þegar tvær ókunnugar konur komu einar til samsætisins.

„Önnur hafði ekki á sér reiðufé“

segir Bára

„en hin lánaði henni fyrir matnum.

Þær settust saman við hátíðarborðið og með þeim tókst einlæg vinátta.

Þær voru báðar svo lukkulegar með að hafa leiðst svona saman í hús og til borðs og þetta er bara upphafið að lengri vináttu.“

Verkefnastjóri eldriborgararáðs vill koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra Maríu og Ástu fyrir að auðga gesti með yndislegri tónlist, en þær gáfu framlag sitt.

Sömuleiðis eru stjórninni færðar alúðar þakkir fyrir, en hún lagði mikið að mörkum til að allt heppnaðist með prýði.

Í núverandi stjórn Eldriborgararáðs eru, Stefanía Baldursdóttir gjaldkeri, Ragnar Jónasson ritari, og meðstjórnendur eru Bergþóra Lövdahl, Guðrún Björg Tómasdóttir, Steinunn Þorbergsdóttir, Hjördís Vilhjálmsdóttir og Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Sjá mynd af þeim hér fyrir neðan.

Auk þess eru myndir af Þorgils Hlyni, Maríu söngkonu og Báru með gítarinn

.

slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Eldri borgarar

Skrifstofa_nordurland.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands verður á Norðurlandi í vikunni

22. jan. 2025
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, flytur skrifstofu sína á Norðurland. Boðið verður upp á opna viðtalstíma á Húsavík og súpufund á Akureyri.
Kristján Björnsson vígslubiskup

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. jan. 2025
...í Bústaðakirkju
Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR