Syngjum jólin inn

18. desember 2024

Syngjum jólin inn

Syngjum jólin inn

Syngjum jólin inn nefnist dagskrá, sem er í Hallgrímskirkju sunnudaginn 22. desember kl. 17:00.

Á ensku nefnist þessi hefð „A Festival of Nine Lessons with Carols“ og er kórsöngur, almennur söngur og lestrar úr ritningunni.

Í þessari athöfn eru enskir jólasálmar sungnir á milli lestra úr Gamla og Nýja testamentinu sem tengjast spádómum um Jesú Krist og fæðingu hans.

Ensku jólasvöngvarnir voru fyrst haldnir í King´s College í Cambridge árið 1918.

Þessi hefð er vel þekkt á Englandi og víða á Norðurlöndunum.

Þar gefst kirkjugestum kostur á að undirbúa jólahátíðina með því að syngja marga af ástsælustu jólasálmunum auk þess að hlýða á fallegan kórsöng.

Kór Hallgrímskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, Agnesar Jórunnar Andrésdóttur og Magnúsar Ragnarssonar.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.

Prestar safnaðanna taka þátt í tónleikunum með lestrum úr ritningunni.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biblían

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall