Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

3. janúar 2025

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Helgina 15. - 17. nóvember var stórmót ÆSKH haldið í Vatnaskógi.

ÆSKH er Æskulýðssamband kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mótið var haldið í samstarfi við svæðisstjóra æskulýðsmála í Reykjavíkurprófastsdæmum og Kjalarnessprófastsdæmi og komu unglingar frá Selfossi og Vestmannaeyjum einnig með til mótsins.

Að sögn Magrétar Hebu Atladóttur mótsstjóra voru um 133 unglingar sem skemmtu sér konunglega.

„Yfirskrift mótsins var “Skapa í mér hreint hjarta ó Guð”.

Þar var ýmislegt brallað og gekk allt vel“

segir Margrét Heba.

„Boðið var upp á heita potta, brjóstsykursgerð, skemmtilega leiki í íþróttarhúsinu, föndur og margt fleira.

Að sjálfsögðu voru kvöldvökur haldnar þar sem mikið var sungið og haft gaman.

Haldið var í góðar hefðir og var hin skemmtilega og frumlega hæfileikakeppni æskulýðsfélaga haldin.

Flest æskulýðsfélög tóku þátt og voru atriðin hvert öðru betra.

Dómnefndin átti erfitt með að velja á milli atriða, en bikarinn þetta árið fór til æskulýðisfélagsins Æsland úr Landakirkju í Vestmannaeyjum, sem voru með atriði þar sem var sungið og dansað við Iceguys lagið Kruma.

Bikarinn er farandsbikar og því fengu þau einnig spil í verðlaun.

Spuringarkeppni ÆSKH var haldin og var það leiðtogi úr Seljakirkju sem sá svo snilldarlega vel um hana.

Í úrslit komust Seljakirkja og Lágafellskirkja en Seljakirkja tók sigurinn eftir geysiharða úrslitakeppni.

Á laugardagskvöldinu var haldið ball og mikil stemning myndaðist og fékk ungur og efnilegur plötusnúður úr Grensárskirkju að spreyta sig, við mikinn fögnuð unglinganna.

Við fengu góðan gest“

segir Margrét Heba

„hann Guðna Má prest í Lindarkirkju og hann sagði okkur frá málinu hennar Bryndísar Klöru og sjaldan hefur verið jafn mikil þögn meðal 133 unglinga og tár á næstum hverri kinn.

Guðni kom með mikilvæg skilaboð til unglingana okkar um kærleikann.

Sjoppan sló vel í gegn, en með leyfi foreldra Bryndísar Klöru var sjoppan til styrktar minningarsjóði hennar og söfnuðust um 90 þúsund krónur.

Að móti loknu var haldið í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði, þar sem lokastundin var haldin“

segir Margrét Heba að lokum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.