Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. janúar 2025

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

Framtíðar kirkjuleiðtogar

Laugardaginn 18. janúar sl. var hið árlega Janúarnámskeið ÆSKÞ haldið í Breiðholtskirkju kl. 12:30 – 18:30.

Námskeiðið var hugsað fyrir alla leiðtoga og ungleiðtoga í barna og æskulýðssstarfi.

Dagskráin hófst með samfélagslegri máltíð.

Þá tók við leiklistarkennsla undir leiðsögn Ólafs Guðmundssonar leiklistarkennara sem starfar hjá leiklistarskólanum “opnar dyr”.

Þátttakendur lærðu ýmsar góðar leiklistar og styrktaræfingar og hvernig vinna megi með dæmisögur úr guðspjöllunum í barna og æskulýðsstarfi.

Leiðtogunum var skipt upp í hópa sem völdu sér dæmisögu til uppsetningar.

Notast var við einfalda leikmuni og sögurnar tengdar við nútímann.

Þá hafði Ólafur orð á því hve hann hefði sjálfur lært mikið af krökkunum og fengið nýja sýn á hvernig megi setja upp guðspjallasögurnar.

Að sögn Sólveigar Franklínsdóttur framkvæmdastjóra ÆSKR var almenn og mikil gleði og ánægja með námskeiðið.

Námskeiðið endaði með þátttöku unga fólksins í ungmennaviðburðinum “Saman í einum anda”, sem kirkjan.is sagði frá í gær.


slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall