Andlát

18. febrúar 2025

Andlát

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir er látin 63 ára að aldri.

Hún var fædd í Reykjavík þann 6. júní árið 1961.

Foreldrar hennar voru Helgi Ólafsson og Munda Kristbjörg Guðmundsdóttir.

Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og lauk cand.theol. prófi frá Háskóla Íslands í febrúar árið 1987.

Hulda Hrönn stundaði nám í kennimannlegri guðfræði með sjúkrahúsprestsþjónustu sem sérnám við University of Edinburgh árin 1995-1996 ásamt starfsnámi i söfnuði St. Cuthberts Episcopal Church, Colinton í Edinborg, sem er Skoska Anglikanska kirkjan.

Hulda var forstöðukona í stúlknaflokki í sumarbúðunum í Kaldárseli sumrið 1982.

Hún var aðstoðaræskulýsðfulltrúi þjóðkirkjunnar veturinn 1985-1986.

Hulda var skipuð sóknarprestur í Hríseyjarprestakalli frá 15. júní árið 1987 og var vígð þann 5. júlí sama ár.

Hún starfaðii þar til ársins 2014 þegar hún varð héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi.

Árið 2018 varð hún prestur Kvennakirkjunnar og starfaði þar til haustsins 2022, þegar hún lét af störfum vegna heilsubrests.

Sr. Hulda Hrönn verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykjavík þann 7. mars kl. 13:00.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Andlát

Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar