Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apríl 2025

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

Sr. Sigurður Jónsson

Nýlega sagði kirkjan.is frá því að Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur í Laugardalsprestakalli hefði verið valin prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þá lét hún af störfum sem sóknarprestur og hefur tekið við störfum prests í sama prestakalli.

Sigurður Jónsson sem áður var prestur í prestakallinu hefur nú tekið við stöðu sóknarprests.

Sigurður er fæddur þann 24. apríl árið 1960 á Haukagili í Hvítársíðu og uppalinn þar.

Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1982 og embættisprófi í guðfræði, cand. theol. frá Háskóla Íslands árið 1988.

Hann var við nám sem gestanemandi (Gasthörer) í sálgæslu í Kirchliche Hochschule í Bethel í Bielefeld í Vestur Þýskalandi sumarmisserið 1989.

Hann var einnig gestanemandi (Visiting scholar) við Luther Seminary í St. Paul, Minnesota í Bandaríkjunum veturinn 2003-2004.

Hann lauk grunnnámi í klínískri sálgæslu, Clinical Pastoral Education (CPE), við Veteran Affairs Medical Center sjúkrahúsið í Minneapolis, Minnesota, vorið 2004.

Vetrarmisserið 2024-2025 var hann við nám við guðfræðideild Universität Leipzig í Þýskalandi og sótti þar fyrirlestra í kirkjusögu.

Sigurður lauk námi frá Leiðsöguskólanum sem svæðisleiðsögumaður á Suðurlandi árið 2001, og lauk prófi í húsasmíði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2019.

Sigurði var veitt Patreksfjarðarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi árið 1988 og hlaut prestsvígslu þann 3. júlí sama ár.

Þar þjónaði hann sem sóknarprestur til ársins 1991, og gegndi helming þess tíma aukaþjónustu í Sauðlauksdalsprestakalli og í Tálknafjarðarprestakalli.

Frá árinu 1991 til 2006 þjónaði hann sem sóknarprestur í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi.

Honum var veitt Ásprestakall í Reykjavíkurprófastsæmi vestra árið 2006 og var þjónandi sóknarprestur þar uns prestakallið var sameinað Langholtsprestakalli og Laugarnesprestakalli undir heitinu Laugardalsprestakall haustið 2020.

Hann hefur síðan verið þjónandi prestur í því prestakalli.

Frá árinu 2006 hefur hann einnig verið þjónandi heimilisprestur á hjúkrunarheimilinu Skjóli.

Sigurður starfaði sem stundakennari í ellefu ár, fyrst við Seljaskóla í Reykjavík eitt ár, svo Grunnskólann á Patreksfirði í þrjú ár og loks í sjö ár við Grunnskólann á Hellu.

Einnig hefur hann verið leiðsögumaður í hjáverkum.

Eiginkona hans er Jóhanna Friðriksdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Landspítalanum, Landakoti.

Þau eiga þrjú uppkomin börn og sjö barnabörn.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Sálgæsla

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar