Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apríl 2025

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már Hannesson hefur verið ráðinn sóknarprestur við Seljasókn í Reykjavík.

Hann er fæddur árið 1990 og upp alinn í Reykjavík.

Foreldrar hans eru þau Hannes Már Sigurðsson og Brynja Jónsdóttir.

Sigurður Már lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en leiðin lá svo í guðfræðideildina.

Árið 2016 stundaði Sigurður Már skiptinám í Kaupmannahöfn, þar sem hann nam guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Hann útskrifaðist síðan með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands vorið 2020.

Hann var vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni í mars árið 2021.

Samhliða starfi sínu sem skólaprestur sinnti hann einnig ýmsum verkefnum fyrir KFUM og KFUK.

Í júní árið 2022 valdi valnefnd Sigurð Má til þess að þjóna við Seljaprestakall.

Haustið 2024 hóf hann að starfa sem sóknarprestur Seljakirkju í afleysingum, en í desember það sama ár fór sóknarnefnd Seljakirkju fram á að Sigurður Már yrði settur í embætti sóknarprests, eftir að sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sagði starfi sínu lausu.

Eiginkona Sigurðar Más er Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, verkefnastjóri í stafrænum kennslumálum hjá Háskóla Íslands.

Þau eiga eina dóttur og aðra á leiðinni.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi