Sr. María Guðrún ráðin

28. maí 2025

Sr. María Guðrún ráðin

Sr. María Guðrún Ljungberg hefur verið ráðin sóknarprestur í Hofsprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

María Guðrún var vígð til prestsþjónustu á Íslandi, starfaði í Svíþjóð í 11 ár og býr að víðtækri reynslu úr safnaðarstarfi beggja landa. Hún hefur starfað sem prestur með áherslu á börn og unglinga, og hefur einnig gegnt leiðtogahlutverki innan æskulýðsstarfs, fræðslu og sálgæslu.

Í námi og starfsþjálfun hefur María Guðrún sérhæft sig í sálgæslu, andlegri leiðslu og tengslum trúar og heilbrigðis. Sótt framhaldsnám í trúarlífssálarfræði og kristilegu tólf spora starfi, ásamt því að sækja fjölda námskeiða á sviði áfallamiðaðrar sálgæslu, handleiðslu og kennslu.

Við bjóðum Maríu Guðrúnu innilega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins í Hofsprestakalli.
  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Barnastarf

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli