Sr. María Guðrún ráðin

28. maí 2025

Sr. María Guðrún ráðin

Sr. María Guðrún Ljungberg hefur verið ráðin sóknarprestur í Hofsprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

María Guðrún er vígð prestur á Íslandi, starfað í Svíþjóð 11 ár og býr að víðtækri reynslu úr safnaðarstarfi beggja landa. Hún hefur starfað sem prestur með áherslu á börn og unglinga, og hefur einnig gegnt leiðtogahlutverki innan æskulýðsstarfs, fræðslu og sálgæslu.

Í námi og starfsþjálfun hefur María Guðrún sérhæft sig í sálgæslu, andlegri leiðslu og tengslum trúar og heilbrigðis. Sótt framhaldsnám í trúarlífssálarfræði og kristilegu tólf spora starfi, ásamt því að sækja fjölda námskeiða á sviði áfallamiðaðrar sálgæslu, handleiðslu og kennslu.

Við bjóðum Maríu Guðrúnu innilega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins í Hofsprestakalli.
  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Barnastarf

Breiðholtskirkja

Fjögur sóttu um

28. maí 2025
...í Breiðholtsprestkalli
5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...