Biskup Íslands boðar til Kirkjuþings unga fólksins

19. september 2025

Biskup Íslands boðar til Kirkjuþings unga fólksins

Biskup Íslands boðar til Kirkjuþings unga fólksins, sem haldið verður dagana 18.–19. október næstkomandi í Fella- og Hólakirkju. Ingunn Björk Jónsdóttir svæðisstjóri æskulýðsmála á Höfuðborgarsvæðinu annast skipulag þess.

Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur þar sem ungt fólk innan Þjóðkirkjunnar kemur saman til að ræða, læra og móta framtíð kirkjunnar. Á kirkjuþingi unga fólksins eiga sæti fulltrúar allra prófastsdæma og sjá svæðisstjórar æskulýðsmála um að boða fulltrúa frá sínu umdæmi.

Nánari dagskrá og upplýsingar um skipulag verður auglýst síðar.

  • Kirkjuþing

Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember
Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn