Laust starf

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið og við Hvamms, Norðtungu og Stafholtssóknir í Borgarfjarðarprestakalli.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.
.
Jafnframt fylgja starfinu viðbótaskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að gerðar verði skipulagsbreytingar eins og biskupafundur hefur unnið að, t.d. með sameiningum en jafnframt er unnið að heildarendurskoðun á þjónustu Þjóðkirkjunnar.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 898 9701 eða á netfangið hans.gudberg.alfredsson@kirkjan.is.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. desember 2025.
Sækja ber rafrænt um starfið á hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.
Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Upplýsingar um starfið og umsóknarform má nálgast hér
.jpg?proc=NewsImageSmall)

