Allslaust barn

Allslaust barn

Nýfætt blessað barnið sefur, bjart á svip og hvílir rótt. Ljós í myrkri líf þess gefur, líkn og gleði helga nótt. Bljúgir hirðar fjár það fregna fyrir englasöng og boð, Guð sé orðinn allra vegna allslaust barn í reifa voð
fullname - andlitsmynd Gunnþór Þorfinnur Ingason
23. desember 2006

Nýfætt blessað barnið sefur, bjart á svip og hvílir rótt. Ljós í myrkri líf þess gefur, líkn og gleði helga nótt. Bljúgir hirðar fjár það fregna fyrir englasöng og boð, Guð sé orðinn allra vegna allslaust barn í reifa voð

Vitringar í leiðarljósi loga stjörnu himni á. Barnið finna í Brauðhúsfjósi, bera gjafir, segja frá, konungur úr kærleiksríki, kominn sé að græða sár, Fjötrar brotni og bölið víki, blessun gefi og þerri tár Fæðast börn í bjargarleysi, birtu fjarri, hvergi skjól. Finnast víða vesöl hreysi, vegalausir menn um jól. Eldar slokkna ei ófriðsbála, auðsæld myrkvar skyn og vit. Helga mynd þó hægt að mála, hafa í fögrum jólalit

Ljós af björtu barni sjáum, blikar stjarna er vísar á. Jesú nafni fylgt við fáum, fegurð heimsins skynjað þá, einnig sorgir, sár og vanda. Sigurfórn þær getur bætt. Berst þá friðarljós til landa. Lífið fagnar endurfætt