Narciso Madalag Pico

Narciso Madalag Pico

Narciso Madalag Pico fæddist 1948. Hann varð prestur í hinni sjálfstæðu kirkju Filippseyja sem allt frá stofnun í byrjun 20. aldar hefur verið tákn þjóðfrelsis Filippseyinga og samstöðu með þeim verst settu.
fullname - andlitsmynd Karl Sigurbjörnsson
10. janúar 2009

d. 10. janúar 1991 Filippseyjar

Narciso Madalag Pico fæddist 1948. Hann varð prestur í hinni sjálfstæðu kirkju Filippseyja sem allt frá stofnun í byrjun 20. aldar hefur verið tákn þjóðfrelsis Filippseyinga og samstöðu með þeim verst settu. Þegar séra Pico var myrtur var hann 42 ára að aldri. Hann var prestur meðal hinna landlausu öreiga sem unnu fyrir sér með því að þræla á sykurökrum Negroseyjar. Líf sitt helgaði hann baráttunni fyrir réttindum þessa fólks, knúinn af kærleika Krists. Hann var sér meðvitaður um áhættuna sem hann tók. Dauðasveitir jarðeigenda hótuðu honum. Dag nokkurn er hann var að búa sig að heiman komu tveir menn og skutu hann. Þrátt fyrir að vitni segðu til þeirra voru þeir aldrei ákærðir.

Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður. Sá sem ætlar að finna líf sitt týnir því og sá sem týnir lífi sínu mín vegna finnur það. Matt. 10. 38-39

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.