Kaj Munk

Kaj Munk

Danski presturinn og skáldið, Kaj Munk, er Íslendingum vel kunnur. Hann fæddist 1898, vígðist prestur árið 1924 og þjónaði alla tíð sama söfnuðinum á Vestur Jótlandi. Líf hans einkenndist af heilsuleysi, hugrekki og listrænni sköpunargáfu og skörpum gáfum.
fullname - andlitsmynd Karl Sigurbjörnsson
04. janúar 2009

d. 4. janúar 1944 Danmörk

Danski presturinn og skáldið, Kaj Munk, er Íslendingum vel kunnur. Hann fæddist 1898, vígðist prestur árið 1924 og þjónaði alla tíð sama söfnuðinum á Vestur Jótlandi. Líf hans einkenndist af heilsuleysi, hugrekki og listrænni sköpunargáfu og skörpum gáfum. Hann varð víðkunnur sem rithöfundur og leikritaskáld, voru leikrit hans sýnd um öll Norðurlöndin. Undir lok 4. áratugar aldarinnar gerðist hann æ gagnrýnni á nasismann, og eftir hernám Þjóðverja var hann ódeigur að brýna þjóðina til andstöðu. Prédikanir hans og skrif vöktu mikla athygli og þegar valdhafar reyndu að þagga niður í honum efldist hann æ meir að dirfsku. Á nýársdag 1944 hélt hann magnaða ádeiluræðu gegn þeim sem unnu með hernámsliðinu og sviku þannig þjóð sína fyrir fé. Nokkrum dögum síðar var hann handtekinn á heimili sínu og fannst myrtur í skurði ekki langt frá höfuðstöðvum Gestapo í Silkeborg.

Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm. 8. 38-39

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.