Keltneskt útialtari á Esjubergi

Keltneskt útialtari á Esjubergi

Inngangsorð og ljóð flutt við vígslu þess við sumarsólhvörf 3. s.d.e.tr. 20. júní 2021

Ég þakka orðin góðu sem hér hafa  verið sögð.  Og ég lýsi mikilli ánægju með að fá að taka þátt í vígslu þessa helgidóms. Nú eru nær rétt 10 ár frá því að ég kom fram með þá hugmynd að reisa útialtari/útikirkju á Esjubergi og sýndi þá jafnframt teikningu/uppdrátt að því í Power Point - myndafyrirlestri í Fólkvangi [á Kjalarnesi] sem ég nefndi, Stef í keltneskri kristni, og fluttur var í auglýstri menningardagskrá eftir Guðsþjónustu nærri Esjubergsbænum 26. júní 2011, er við dr. Gunnar Kristjánsson, þáverandi sóknarprestur og prófastur, stýrðum.  Það gleður að keltneska útialtarið, sem hér gefur glæst að líta, taki í öllum megin  dráttum mynd af þessari teikningu.   Ég þakka Guði og öllu því dugandi fólki sem komið hefur að þessu góða og mikilvæga verki og bið hann vel að launa svo sem vert er.   Hér eru viðstaddir fulltrúar ýmissa kristinna trúfélaga enda fer vel á því. Keltneska útialtarið mun verða samkirkjulegur helgidómur og helgistaður.