Við borð Drottins

Við borð Drottins

Ritningin kennir okkur að, við fengum frjálst val, í öllum hlutum og aðstæðum… og þetta frjálsa val er krefjandi… Það krefur okkur um afstöðu… Og.. það er líka afstaða eða val, að gera ekki neitt… og varðandi trúna… þá er það afdrifa-rík afstaða.. að halda, að það sé hægt að sitja hjá.

Amos 8:11-12, Heb 13.1-6, Matt 16.5-12                         Flutt á Hólum í Hjaltadal

Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.

Biðjum: Drottinn minn og Guð, opnaðu hjörtu okkar fyrir boðskap þínum og fyrirheitum svo við getum lifað í voninni sem þú gefur okkur um eilíft líf í ríki þínu… amen

Í fyrri ritningarlestrinum las ég, að menn myndi hungra í Orð Guðs, þeir myndu leita stranda á milli og frá norðri til austurs en ekki finna… hver skyldi vera merkingin á bak við þennan texta? Við vitum að heimurinn skiptist í marga menningarhluta… sem hafa ólíka siði, venjur og guði… þarna er Guð að vara okkur við að blanda ððrum menningarheimum saman við trúna… við getum spurt okkur: af hverju ættum við sem kristið fólk að leita að orði Guðs í austrænum siðum og venjum… þegar austrænn menningarheimur tignar aðra guði… og eins og textinn sagði… við finnum Guð ekki þar…
Þema þessa sunnudags er: Við borð Drottins… og vers vikunnar hljóðar þannig: „Þess vegna eruð þið ekki framar gestir og útlendingar.. heldur eruð þið samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.“ (Ef 2:19)

… Sá sem er ekki framar ,,gestur”… er kominn heim…  hann er heimamaður og er samkvæmt versi dagsins, heimamaður hjá Guði… Svo spurningin er: Ætlum við ekki að sitja við borð Drottins, sem heimamenn Guðs? Jesús fæddist inn í þennan heim í eina tilgangi að frelsa okkur og gefa okkur eilíft líf fyrir trúna á hann. Eins og textinn sagði, stendur öllum mönnum til boða að vera.. samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs…Margir halda að ALLIR dánir fari sjálfkrafa til Guðs þegar þessu lífi lýkur… ef það væri rétt !! hefði Jesús ekki þurft að koma… þá hefði verið óþarfi að ,,frelsa” okkur… og óþarfi að boða eilíft líf fyrir trúna á hann… Ritningin kennir okkur að, við fengum frjálst val, í öllum hlutum og aðstæðum… og þetta frjálsa val er krefjandi… Það krefur okkur um afstöðu… Og.. það er líka afstaða eða val, að gera ekki neitt… og varðandi trúna… þá er það afdrifa-rík afstaða.. að halda, að það sé hægt að sitja hjá. Jesús sagði.. sá sem er ekki með mér er á móti mér… Við þurfum að velja að fylgja Jesú. Þegar hann ferðaðist um og kenndi, var hans eina boðun, fagnaðarerindið um ríki Guðs… og allar dæmisögur hans voru líkinga-mál… um Himnaríki.. og hvað við þurfum að gera til að komast þangað…

í sögunni um illgresið í Matt kemur berlega í ljós það munu ekki allir hafa valið sitja við borð Drottins. Jesús sagði: „Líkt er um himnaríki og mann er sáði góðu sæði í akur sinn. En er menn voru í svefni kom óvinur hans, sáði illgresi meðal hveitisins og fór síðan. Þegar sæðið spratt upp og tók að bera ávöxt kom illgresið og í ljós. Þá komu þjónar húsbóndans til hans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur illgresið?  Hann svaraði þeim: Þetta hefur einhver óvinur gert. Þjónarnir sögðu við hann: Viltu að við förum og reytum það? Hann sagði: Nei, með því að tína illgresið gætuð þið slitið upp hveitið um leið. Látið hvort tveggja vaxa saman fram að kornskurði. Þegar komin er kornskurðartíð mun ég segja við kornskurðarmenn: Safnið fyrst illgresinu og bindið í bundin til að brenna því en hirðið hveitið í hlöðu mína.“[1]

Þessi saga útskýrir þrjú mikilvæg atriði… í fyrsta lagi, hvers vegna bæði gott og illt þrífst í þessum heimi… hún segir okkur að… gott og illt verður skilið að.. og að hið illa á ekki stað hjá Drottni. Við verðum vör við baráttu góðs og ills á hverjum degi… þessi barátta er söguþráður og orsök spennu í öllum skáldverkum… og alltaf finnst okkur það góður endir þegar hið góða sigrar og hið illa fær makleg málagjöld… eins og það er orðað í ævintýrunum… En hvar eru skilin á milli góðs og ills?… Erum við nógu góð?

Í Mark segir… maður kemur hlaupandi til Jesú, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“  Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. [2] .. Já, enginn er góður nema Guð einn… ef enginn er góður nema Guð, hvernig verðum við flokkuð..? Hvernig verðum við heimamenn… hvernig fáum við sæti við borð Guðs?

Í fyrri Sam segir Drottinn við Samúel: Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á. Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.“[3]

Við höfum kannski velt okkur upp úr öllum okkar mistökum, haft áhyggjur af ótrúlegustu hlutum.. góðum og slæmum sem hafa markað líf okkar…  haft áhyggjur af því að hafa ekki verið nógu góð… talið okkur vonlaus í augum Guðs… og óverðug fyrir ríki hans.. vegna þess að við ,,flokkum” okkur ekki góð. Það er ekki okkar að flokka, Guð mun sjá um það.. en við þurfum að vita hvað setur okkur í hans flokk. Jesús að enginn væri góður nema Guð, og Guð sagði við Samúel að hann horfi á hjartað… Nútímavísindi staðsetja alla skynsemi í höfðinu en almennt tengjum við tilfinningarnar og trúna, við hjartað… og Drottinn horfir á hjartað… Fagnaðarerindi Jesú gengur út á.. að við lifum undir náð… en sú náð er ekki án skilyrða… náðin fæst fyrir trúna á Jesú og einungis fyrir trúna… ekki fyrir verk…

Eins og ég sagði áðan er bæði gott og illt í þessum heimi… og í guðspjalli dagsins varar Jesús lærisveinana við: ,, „Gætið ykkar, varist súrdeig farísea og saddúkea.“  …og súrdeigið táknar hér falskar kenningar… eða ranghugmyndir… sem geta leitt menn villu vegar… en í einni af dæmisögum sínum tekur Jesús dæmi hvernig kenningar.. bæði góðar eða slæmar… breiðast út…   

Líkt súrdeigi   Jesús sagði: „Líkt er himnaríki súrdeigi er kona tók og fól (faldi) í þrem mælum mjöls uns það sýrðist allt.“[4]

Já, við erum viðkvæm fyrir umhverfinu, það getur gegnsýrt okkur… Svo erum við flest veik fyrir fallegum hlutum. Við drögum til okkar ólíka siði og viðhorf.. og austræn menning hefur verið aðdráttarafl fyrir marga… Menn sækja þangað margar kenningar, list og lífsstíls-stefnur… og kaupa þeirra trúartákn… sem minjagripi… á ferðalögum.
Það er sjálfsagt að bera virðingu fyrir trú annarra en í guðspjallinu varaði Jesús læri-sveinana við að blanda öðrum trúarkenningum saman við trúna á hann. Með margar trúarstefnur erum við hálf-volg…

Páll postuli sagði: Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.[5] … Jesús hvetur okkur til að einbeita okkur að rækta hreina trú á hann, láta ekki neinn eða neitt.. ræna okkur náð Guðs.

Með trúna í hjartanu erum við undir náð… hvílum örugg í fyrirheiti Drottins… og eigum öruggt sæti við hans borð…  þess vegna þreytist ég ekki á að segja að… EKKERT í þessu lífi er eins mikilvægt og að við notum þetta frjálsa val, sem við höfum… til að játa trúna á Jesú Krist. Hann er frelsari okkar og konungur alheimsins… og fyrir trúa hvílum við örugg í fyrirheiti hans um eilíft líf.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen


[1] Matt 13:24-30

[2] Mark 10:17-18

[3] 1.Sam 16:7

[4] Matt 13:33

[5] Róm 12:11