Leyndardómur lífsins

Leyndardómur lífsins

Á þessu helga kveldi tvístrast myrkin, hrelldur hugur hressist, vonleysið eygir von því hjálp Guðs hefur brotist inn í heim mannanna, ljós guðs lýsir veg mannsins.
fullname - andlitsmynd Vigfús Þór Árnason
24. desember 2015
Flokkar

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi

Leyndardómur lífsins

„Fegursta og djúptækasta kennd sem unnt er að finna er að skynja leyndardóm lífsins.“ Þessi orð ótrúlegt en satt, voru sett fram af stærðfræðingnum, eðlisfræð -ingnum og vísindamanninum Albert Einstein. Við nútímafólk tengjum eðlilega nafnið Albert Einstein við tækni og vísindi, mál og vog. Albert Einstein breytti í raun allri umfjöllun um þau fræði í sögu mannkynsins.

En hann vissi líka að mikilvægt væri að skynja og skilja lífið og tilveruna, já skynja leyndardóm lífsins. Lifandi trú tengist ávallt þeirri skynjun og þeim skilningi jólanna). Nú þegar jólin eru gengin í garð , og það er orðið heilagt, jólin orðin að staðreynd í lífi okkar mannnna finnum aftur og aftur að lífið felur svo sannarlega í sér leyndardóm. Tilhlökkun barnsins sem kristallast í fölskvalausri jólagleði já og jafnvel okkar, sem eldri erum , felur svo sannarlega í sér leyndardóm.

Vísindamaðurinn Albert Einstein bætti síðan við orð sín sem ég vitnaði í við upphaf orða minna nú á aðfanga-dagskvöldi við Aftansöng: „Leyndardómurinn er uppspretta sannra vísinda. Sá sem getur ekki lengur undrast og orðið gagntekinn af lotningu, sá maður má heita dauður.“ Vísindamaðurinn hélt áfram með orð sín: “Að vita það sem er oss óskiljanlegt, er samt í raun og veru, og opinberast sem hin æðsta viska og ólýsanleg fegurð sem takmörkuð skynjun vor getur aðeins höndlað í einfaldasta formi, sú vinna, sú tilfinning er kjarninn í allri trú.“

Ég held að leyndardómurinn í allri trúariðkun, jafnvel í öllum trúar-brögðum tali til okkar mannanna. Leyndardómur jólanna talar svo sannarlega til okkar. Sá leyndardómur kristallast í einlægni, hreinskilni og boðun friðar á jörðu. Ekki þó síst í einlægni barnanna á helgri hátíð.

„Allt sem við viljum er friður á jörð.“ Má ég heyra kæri söfnuður „Allt sem við viljum er friður á jörð“ Fyrir nokkrum áratugum söng eitt af átrúnaðargoðum æskunnar ég var hluti af , bítillinn John Lennon, þetta lag sem hefur hljómað æ síðan. Hann söng um frið á jörðu. Það erum við að gera hér í Aftansöng í Grafarvogskirkju.

Það erum við að gera um allan heim 1.3 miljarður manna tilheyra hinni kristnu trú.Það erum við að gera í Aftansöngum um allan heim, á þessu helga kvöldi, sem talar til okkar á svo margan hátt og við finnum það án efa hið innra með okkur að það er verið að fjalla um leyndardóm lífsins.

Áður en bítillinn frægi söng lagið sitt góða höfðu komið fram friðarpostular eins og presturinn dr. Marteinn Lúther King og John F. Kennedy forseti Bandaríkanna. Þeir allir þrír, Marteinn Lúther King,John F. Kennedy og JohnLennon lögðu gífurlega áherslu á að boða frið og réttlæti á meðal manna, á milli þjóða, á milli einstaklinga. Þeir stigu fram en boðskapur þeirra hafði síðan það í för með sér að þeim var ýtt til hliðar. Hið illa sigraði. Sá sem við fögnum á helgum jólum, Kristur Jesús, boðaði og boðar frið á jörðu. Hans kenning kristallaðist í því að við ættum að fyrirgefa, sættast, þannig að friður mætti ríkja.

Hann, sem við bjóðum velkominn inn í líf okkar, er nefndur Friðarhöfðingi. Sjö til átta öldum, 700 til 800 árum áður en fæðing hans átti sér stað spáði Jesaja spámaður því að myndi fæðast .“Hann setti fram fallegu orðin er segja:“Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjdómurinn hvíla hann skal kallast , undraráðgjafi, guðhetja ,eilífðarfaðir , friðarhöfðingi“.

Í boðun sinni og prédikun sinn benti Friðarhöfðinginn sem kom til mannanna á hinum fyrstu jólum. Hann benti sífellt á að kærleikurinn væri ávallt mikilvægasta vopnið til að koma á friði. Þess vegna eru trúarbrögð okkar gjarnan nefnd Kærleikstrúin og friðarrtrúarbrögðin. Kristur Jesús , friðarhöfðinginn nam hið gamla lögmál úr gildi og sagði:“Þér hafið heyrt að sagt var :auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður.Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðar-manninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum.„

Friðarhöfðinginn, Kristur Jesús, bauð okkur að elska hver annan. „Þér skuluð elska hver annan á sama hátt og ég hefi elskað yður.“ Síðar kom hann fram með aðalkröfu sína er segir: “Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim er ofsækja yður.“

Þessi krafa er mikil og ströng. Hún er samt mikilvæg í friðlausum heimi. Við kristnir menn hér á landi , en yfir 90% þjóðar okkar tilheyrir kristnum trúfélögum, getum svo sannarlega tekið undir með þingmönnum okkar sem bentu á það vegna atburðanna í París að á þessum tíma sé mikilvægt að reka illt út með góðu. Kærleikurinn er mikilvægasta afl heimsins. Öll trúarbrögð samþykkja það. „Guð er kærleikur“ (1.J n. 4,8). Okkar er að breiða út þann kærleika og láta kveðju hins upprisna Drottins verða að okkar: „Friður sé með yður.“

Megi friðarins Guð gefa ykkur heilög jól!

Segjum það nú kæru vinir við hvort annað með því að rétta hvort öðru hönd Friður sé með yður.

Já það urðu aldeilis stundaskil í lífi mannnna er Kristur Jesús fæddist hér jörðu. Það er þessvegna sem hin helga nótt talar til okkar. Ekki aðeins af því að öll umgjörðin er svo yndisleg, skreytingar, jólapakkar og jólasnjór. Eru til staðar og jólaveinarnir koma til byggða. Auðvitað er stundin einstök og sérstök. Já afhverju hættir harkið, hatur og heift hjaðnar, og mannkynið vonandi stendur saman sem systur og bræður eitt andartak . Við sjáum fyrir okkur móðurina sem beygir sig yfir litla barnið í jötunni við blaktandi strá . Við hugsum til móðurástarinnar sem ávallt er það göfugasta afl sem til í heiminum .

Allt verður kyrrt og hljótt . Á þessu helga kveldi tvístrast myrkin , hrelldur hugur hressist, vonleysið eygir von því hjálp Guðs hefur brotist inn í heim mannanna, ljós guð lýsir veg mannsnis . Guð vitjaði mannanna.Það gerir hann enn í dag. Það gerir hann á þessum jólum sem endranær . Hann vill koma til þín leiða þig , styrkja þig og blessa . Vegna þess að hann kemur er kominn hverfur beygurinn, uggurinn sem kvelur marga í nútíma lífi. Fyrsta jólakveðjan sem á stundum er nefnt fyrsta jólakortið talar til okkar. Jólakveðjurnar hafa áhrif á okkur.

„Verið óhræddir því sjá ég boða yður mikinn fögnuð“ . Leyndardómur lífsins kristallast í hinni sterku trú og upplifun jólanna , tvinnar saman stefin um ljósið , hið skærasta ljós , kærleikann , umhyggjuna, gjafmildina og hvíldina. Fyrst og síðast er það svo að allt þetta; umgjörðin, atburðir jólanæturinnar, sjálfra jólaanna sem skiptir máli af því að hinn lifandi guð og faðir vitjaði mannanna, kom til mannanna í syni sínum Jesú Kristi.Þessi koma hans til okkar átti eftir að breyta öllu okkar lífi og allri tilveru.

Sonurinn Kristur jesús gekk um jörðu og boðaði það sem aldrei hafði heyrst eða þekkts áður fyrr. Hann læknaði , hjálpaði , líknaði , bar smyrsl á sárin. Hann boðaði frið, fyrirgefningu og kærleika. Og hann sem sonur Guðs á jörðu vann kraftaverk. Stærsta kraftaverkið varð svo síðan kraftaverk allra tíma er hann sigraði sjálfan dauðann með upprisu sinni á helgum Páskadegi. Vegna því sem á eftir kom , eftir fæðingu hans jörðu beygir hugur miljóna manna sig í auðmýkt og lotningu að nýfæddu barni sem var í jötu lagt. Hugur okkar reikar að lofsöng englana sem rufu rökkurkyrrrð um miðja nótt og sungu Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu. Okkur var og er færð fréttin mikilvægasta frétt allra tíma , sem kristallast í því að mönnum er fæddur Frelsari , sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs Framandi , en þó yndislegt fyfrbæri er að verki á þessu heilaga kveldi. Gleði og glaðværð fylla loftið og himneskur söngur fyllir hjartað.

„Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, Yður er í dag Frelsari fæddur.“ Friðarhöfðingin er kominn , sjá hann stendur við dyrnar og knýr á. Bjóðum hann velkominn kæru vinir.Tökum á móti honum með opnum huga og leyfum honum að hafa áhrif á líf og tilveru . Þá mun friður ríkja á meðal okkar í öllu lífi og allri tilveru .

Friður hans sé með yður. Gleðileg jól í nafni í nafni þess sem kemur var og er. Gleðileg jól í Jesú nafni. Amen

Dýrð sé Guði föður og syni svo sem var í upphafi er og verða mun um aldir alda. Amen

Takið postullegri blessun. Náðin Drottins vors Jesú krists, samfélags heilags anda sé með yður öllum . Segjum nú í einlægni og með því að rétta hvort öðru hönd Gleðileg jól Amen