Kirkja sjómannanna

Kirkja sjómannanna

Undanfarið höfum við kynnst því hvað undirstöður eru þýðingarmiklar. Jörðin hefur skolfið og við höfum fundið á okkar eigin beinum hvað við erum varnarlaus. Það grípur um sig skelfing. Hver og einn reynir að bjarga sér og sínum sem best hann getur. Hugar svo að öðrum.

Gleðilega hátíð kæru bræður og systur á þessum sjómannadegi

Undanfarið höfum við kynnst því hvað undirstöður eru þýðingarmiklar. Jörðin hefur skolfið og við höfum fundið á okkar eigin beinum hvað við erum varnarlaus. Það grípur um sig skelfing. Hver og einn reynir að bjarga sér og sínum sem best hann getur. Hugar svo að öðrum. Það þarf ekki að fara í fræðibækur til þess að átta sig að því hvers vegna við hugum að öðrum. Við þekkjum skelfinguna á okkar eigin skinni, við upplifðum hana líka, við urðum hrædd. Við getum þess vegna ímyndað okkur líðan annarra. Við vorum í þeirra sporum. Og þetta ætti líka að auðvelda okkur að skilja hörmungar fjarlægari nágranna í Kína þar sem 70 til 80 þúsund manns fórust hreinlega fjöll mynduðust sem ekki voru fyrir, önnur hurfu, stöðuvötn mynduðust, ár stífluðust. Það rauk úr Ingólfsfjallinu og bjög hrundu niður, mýararflákar færðust til. Sprungur mynduðust. Skyldi hann hafa þekkt þetta höfundur Davíðassálms númer 46 þegar hann segir: ,,Guð er oss hæli og styrkur/örugg hjálp í nauðum/Fyrir því hræðumst vér eigi þó að jörðin haggist/og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Það er svo að sjá.

Margir biðu hér í héraði í ofvæni eftir að heyra af börnum sínum eða öðrum vandamönnum. Þó ekki yrði hörmungin sú að standa grátandi við húsarústir og geta ekkert aðhafst. Þetta þekkja sjómann þó einkum sjómannskonur og sjómannsbörn frá fornu fari. Að vera á útkikki eftir skipi eiginmannsins. Finna kvíðann sækja að. Skyldi eitthvað hafa komið fyrir? Hinir bátarnir voru allir komnir. Þeir höfðu ekki séð til þeirra síðan í morgun! Þeir hljóta að hafa farið eitthvað vesturúr, héldu þeir. Þannig leið kvöldið. Eftileikinn getum við ímyndað okkur. Stundum birtist óvænt út við sjóndeildarhring síðkominn bátur – þá var gleðin takmarkalaus. Á öðrum tíma breyttist kvíðinn í hörmulega upplifun. Heimilisfaðir kom ekki – aldrei –horfinn –dáinn – og hinir hörmulegu atburðir urðu ávísun á fátækt, örbirgð , upplausn fjölskyldu.

* * *

Kirkjan í Þorlákhöfn var snemma nefnd kirkja sjómannanna Á ýmsu hefur gengið um aldirnar Stundum var kirkjunni illa sinnt og stundum vel. Ef vel veiddist lögðu sjómenn gjarnan eitthvað til kirkjunnar en lítið var umn slíkt ef hart var í ári Fjöldamörg biskupsbréf eru til með hvatningu og eggjan til sjómanna að leggja kirkjunni lið og sinna henni betur og þyrfti að byggja nýja kirkju var það álitið hlutverk sjómannanna hér og ekki landsyfirvalda. Þegar kemur fram á miðaldir eru það prestarnir í Arnarbæli sem þjóna hér Þegar kemur fram á átjándu öldina, hrakar kirkjunni, hún er notuð undir bala og net, stígvél og sjóklæði...prestarnir hætta að koma og skrifa biskupi að þetta sé lýður í Þorlákshöfn...siðferði lélegt..og kirkjusókn eftir því ...varla nokkur maður láti sjá sig

...kirkjan sé meira og minna notuð sem geymsla

...að lokum er kirkjan horfin og gleymd

Á rústum hinnar gömlu Þorlákshafnarkirkju reis sjóbúð. Þar sátu vermenn í rúmum sínum að dagsönnum loknum, lásu guðsorð og sungu passíusálma áður en þeir lögðust til svefns. Það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á síðustu öld að séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli fer að flytja sjómannaguðsþjónustur hér öðru hvoru í svokölluðu Salthúsi.

Og hér er kirkja endurreist á ofanverðri síðustu öld, og hér stöndum við í dag.

Og tíminn spirnnur sinn vef

Jesú Kristur kemur ekki alltaf gangandi á vatninu(Matt 14:25 –altaristaflan) og sjómenn farast, það þekkjum við

Það er þó ekki annað hægt að segja en sjósókn héðan frá Þorlákshöfn hafi verið farsæl Og svo var þetta árið

Við skulum þó ekki gleyma Guði okkar

Og við skulum ekki gleyma kirkjunni okkar. Hér eiga himnarnir og jörðin að mætast

Hér komum við veraldlegir, syndugir menn og hefjum upp raust okkar frammi fyrir Drottni.

Þökkum honum og biðjum hann og heyrum orð hans úr helgri bók.

Hér eigum við okkar gleðistundir og okkar sorgarstundir.

Þetta er kirkja sjómannanna. Við erum öll sjómenn, sum okkar eru alvörusjómenn en öll erum við sjómenn á leið um lífsins haf, í lífsins veraldarvolki

..og svo sannarlega þurfum við oft á því að halda að Jesú komi gangandi til okkar

Þess vegna er ekki úr vegi að rækta sambandið við hann.