Mórberjatrén eru víða

Mórberjatrén eru víða

En hingað erum við komin til heilagrar messu í þennan yndislega helgidóm. Ástæðurnar fyrir því að einmitt við erum hér stödd, eru líka margar, og ætla ég ekki að reyna að greina þær, - við þekkjum okkar aðstæður, við vitum hvers vegna við, hvert og eitt okkar, erum komin hingað.

Lk. 19:1-10.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.

Það er komið nýtt ár. Vonandi höfum við sem flest átt góða hátíðardaga og getum horft bjartsýn fram á veginn. En ég geri mér grein fyrir því að aðstæður okkar, sem hér erum, geta verið mjög misjafnar, - hér inni er líklega þverskurður þjóðfélagsins, - og líðan okkar er líklega allt frá því að vera mjög góð til þess að okkur líði mjög illa vegna aðstæðna okkar, fjölskyldu okkar, vinnuumhverfis okkar, heilsu okkar o.s.frv.

En hingað erum við komin til heilagrar messu í þennan yndislega helgidóm. Ástæðurnar fyrir því að einmitt við erum hér stödd, eru líka margar, og ætla ég ekki að reyna að greina þær, - við þekkjum okkar aðstæður, við vitum hvers vegna við, hvert og eitt okkar, erum komin hingað. En, ég geng út frá því, að við séum komin hingað til þess að mæta Guði, leita Guðs, tilbiðja hann, hlusta eftir orði hans til að næra sál okkar, til að komast nær Guði. - Messan er vissulega góður staður til að uppfylla trúarþörfina. Hér höfum við aðgang að svo mörgu sem hjálpar okkur, - Guðs orðiinu, skaramentinu, samfélaginu, sálmunum, svo eitthvað sé nefnt.

En guðsþjónusta orðsins, staður orðsins í messunni er okkur gefinn til að uppfræðast og til að spegla okkur, skoða okkur sjálf í ljósi þess sem Jesús segir og kennir í guðspjalli dagsins og þess sem okkur er kennt í öðrum ritum Biblíunnar, sem leslið er úr. Í dag höfum við mjög þekkta og myndræna texta til skoðunar og uppbyggingar. Fyrst var lesin þessi yndislega saga um sveininn Samúel úr Gamla testamentinu. Guð var að kalla á þennann unga dreng til fylgdar við sig, - hann skildi ekki kall Drottins, en hann fékk leiðsögn og fékk náð til að svar og biðja: “ Drottinn, tala þú, þjónn þinn heyrir.” Er þetta ekki bæn sem við ættum að tileinka okkur og læra að biðja, já, helst á hverjum degi!

Guðspjallið er einnig þekkt saga, frásögn Lúkasarguðspjalls um hann Sakkeus tollheimtumann. Það eru fáar Biblíusögunar sem við þekkjum eins vel, - kannski vegna þess að sagan er oft sögð börnum, enda myndræn. En hver var Sakkeus? Hin hefðbundna lýsing á tollheimtumanni á þessum tíma var sú, að hann hafi verið skúrkur, óprúttinn þjófur, tekið ófrjálsri hendi fé af fólki er hann innheimti tolla og skatta. Já, reyndar leit fólk á tollheimitumenn sem bersynduga. En þegar við lesum frásögnina af Sakkeusi gaumgæfilega, þá er ekki svo auðsætt að Sakkeus hafi verið skúrkur, heldur þvert á móti, mjög heiðarlegur og ærlegur maður. Rifjum aðeins upp söguna. Sakkeus var yfirtollheimtumaður, auðugur og lítill vexti. Annað vitum við ekki um hann. Hann langaði til að sjá Jesú, og til þess að það tækist, klifraði hann upp í mórberjatré, því að öðrum kosti sá hann ekkert.

Ef við fengjum svona lýsingu á manni hér í borginni, þá þætti þetta ekki svo mjög merkilegt, nema þetta að klifra í trénu, reyndar hálf hallærislegt, en þó viðleitni til sjálfsbjargar. En þetta að hann langaði til að sjá Jesú, ? - jú það væri feimnismál hjá mörgum, og margir mundu eflaust skilja Sakkeus vel, að hann vildi, með því að fara upp í tréð, vera í skjóli, bak við laufþykknið, og geta séð þetta allt úr fjarlægð.

Mér datt nú í hug, þegar ég var að lesa guðspjallið í vikunni sem leið, að þetta klifur í mórberjatrénu geti verið eins og mynd af þeim mörgu, sem vilja hafa trú sína í friði, þ.e. í leyndum. Það var sagt frá því í fréttum útvarpsins, að aðeins um 30% landsmanna hefðu farið í kirkju um jólin, samkvæmt faglegri könnun. Ef þetta er rétt, þá er þetta ekki aðeins 3o%. það er mjög mikið, þriðjungur þjóðarinnar - Því stór hluti af hinum 2/3 fóru eflaust upp í sitt “Mórberjatré” til þess að fylgjast með, sem gat þá verið t.d. með því að horfa á jólaguðsþjónustu sjónvarpsins eða hlusta á aftansönginn í útvarpinu, auðveld leið sem margir hafa án efa nýtt sér af mörgum ástæðum.

En kannski var Sakkeus ekkert að fela sig þarna í trénu, kannski var þetta alveg öfugt, hann vildi alls ekki missa af Jesú, enda fagnaði hann því, þegar Jesús staðnæmdist við tréð og sagði: “Sakkeus flýt þér ofna, í dag ber mér að vera í húsi þínu”. Já, það segir orðrétt að hann afi “flýtt sér ofan og tekið á móti Jesú glaður.” Af hverju var Sakkeus svona glaður? Gat verið að þessi maður hafi verið með vonda samvisku? Að vísu vissi hann örugglega að orðrómurinn var til staðar um að hann væri bersyndugur, - en hann leiðrétti það í skyndi og sagði: Helming eigna minna gef ég fátækum og ef ég hef haft eitthvað af nokkrum, þá gef ég honum ferfalt aftur. Það þætti mikil gjafmildi hér á Íslandi ef auðmaður gæfi helming eigna sinna að jafnaði.

En svo kemur þessi setning Jesú, sem við getum velt vöngum yfir: Í dag hefur hjálpræði hlotanst húsi þessu. Því Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Jú, sumir hafa ályktað sem svo, að úr því að þetta hús þurfti á hjálpræði Guðs að halda, þá hafi eitthvað mikið verið athugavert við líf Sakkeusar. Og úr því að Jesús vísar til týndra sauða, þá hljóti Sakkeus af hafa verið týndur, já bersyndugur, eins og fólkið sagði. Gleymum ekki, að “bersyndugur” á þeim tíma gat átt við einstaklinga sem umgengust þá sem ekki voru Gyðingar, - sem tollheimtumaður þurfti að gera, hann var jú í vinnu hjá keisaranum, sem ekki þótti heldur gott.

“Í dag hefur hjálpræði hlotanst húsi þessu!” Kæri söfnuður! Var ekki sama inn í hvaða hús Jesús hefði komið, - komst það hús hjá því að auðnast hjálpræði, blessun? - Fyrir mér er þetta meginþema þessa guðspjalls. Sá sem þráir að sjá Jesú, hann hlýtur blessun, þótt svo að hann velji Mórberjatré af ýmsum gerðum til þess að svo geti orðið. - Ég trúi því, að hver sá sem t.d. opnaði sjónvarpið eða útvarpið á aðfangadagskvöld til að sjá og heyra jólaguðsþjónustu hafi hlotið blessun, svo ég noti nú þessa líkingu ögn meir.

Jesús Kristur mætti fólki af öllum stigum þjóðfélagsins, börnum, gamalmennum, sjúkum, fátækum, ríkum, glöðum, sorgmæddum. Allir þurftu á hjálpræði Guðs að halda. - Þetta segir mér, að þetta sé einnig raunin nú. Enda segir mjög skýrt í heilagri ritningu, að allir hafi syndgað og skorti dýrð Guðs, hjálpræði Guðs. Það er sama hvert “Mórberjatréð” er, - Jesús staðnæmist hjá þeim öllum, - hann býður upp á hjálpræði og líf inn á hvert einasta heimili landsins. Hann vill koma með ljósið sitt til að lýsa upp alla kima, þannig að við drögum allt fram í ljósið hans, gerum upp, sættumst, hefjum nýtt líf, látum gott af okkur leiða.

Það er ekki svo vitlaust að spegla sig í Sakkeusi eftir allt saman. Það er margt hægt að læra á þeim bæ. Já, kannski getum við lært á þessu, að við þurfum ekki að fyrirverða okkur fyrir fagnaðarerindið, eins og Páll postuli skrifar í pistli dagsins, vegna þess að það er kraftur Guðs til hjálpræðis.

Hinn upprisni Kristur ber með sér kraft fagnaðarerindisins hvar sem hann fer, hann býður okkur að eiga hlut í þessum krafti, - bjóðum honum inn í hús okkar, inn í hjarta okkar.

Dýrð sé Guði föður syni og heil. anda, svo sem var í upphafi er enn og verður um aldir alda. Amen.