Háski, gáski og köllun manns

Háski, gáski og köllun manns

Málmstyttur, gipsfólk og fallnir vængir hvetja til íhugunar. Boðskapur dagsins er: Fáðu þér nýtt hjarta og nýjan anda. Myndverk og textar brýna okkur til lífs.

Það er skemmtilegt þegar fólk er glatt, nýtur sín og lífsins.  En það er átakanlegt þegar fólk tekur upp á því að verða leiðinlegt. Það er skelfilegt þegar fólk lokast, læsist, herpist, smækkar, daprast, lemst, festist og heftir líf, gleði og hamingju. Hvernig ert þú? Háskamaður eða gáskamaður? 

Undanfarna daga hafa myndverk verið sett upp í og við Neskirkju. Gipsmyndir og málmskúlptúrar hafa verið hengd upp í safnaðarheimilinu. Svo kom kranabíll einn daginn og styttur voru settar niður norðan við kirkjuna. Tvær eru á blettinum við aðalinnanginn og við tröppurnar er líka biðjandi málvera. Það er nú áleitin vangavelta hvort málmur geti talað við Guð? Ég hef nú reyndar svo altæka nálgun gagnvart veröldinni, að ég tel að allt sé tengt Guði og Guð sé í öllu. Biðjandi málmskúlptúr getur líka verið biðjandi vera. En það er annað mál og útúrdúr. 

Ryðgaðar stytturnar eru mannlíki, eiginlega á leið til kirkju. En komast þær alla leið? Svo eru inni verur. Ein hefur misst vængi sína og er döpur. Aðrar eru eins og frosnar við veginn og komast ekkert. Ein breiðir út faðminn, opnar og er á leið með flugfugli upp. Er uppleiðin möguleg? Ert þú á uppleið? Hvernig ertu? 

Köllun Steinunnar Já, allar þessar myndir í og við kirkjuna eru myndir á sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur, sem verður opnuð hér í kirkjunni í dag og verður öllum til skoðunar í vetur. Það rifjar upp fyrir mér merkilega lífsreynslu, sem ég varð fyrir nokkrum árum og langar til að deila með ykkur.Já, allar þessar myndir í og við kirkjuna eru myndir á sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur, sem verður opnuð hér í kirkjunni í dag og verður öllum til skoðunar í vetur. Það rifjar upp fyrir mér merkilega lífsreynslu, sem ég varð fyrir nokkrum árum og langar til að deila með ykkur. Nærri inngangi Landakotskirkju er stytta, sem heitir Köllun og er líka verk Steinunnar. Einn veturinn gekk ég daglega fram hjá þessari styttu því ég vitjaði móður minnar á Landakotsspítala, sem lá þar banaleguna. Ég horfði á þessa styttu, þessari hógværðarlegu konumynd, hreifst af þokka hennar, mjúkum línum, auðmýkt og lotningu, sem hún miðlar. Oft var ég áhyggjufullur þegar ég fór hjá og þessi fagri minnisvarði um nunnuþjónustu Sankti Jósepssystra varð mér jafnan prédikari um  trúartraust og óttaleysi. 

Glerkross sker ryðgaðan málminn. Fyrst sá ég að krossinn náði frá hjartastað og upp á andlit. Svo tók ég eftir, að kross var líka á bakinu. Krossarnir báðum megin minntu mig á krossana, sem elskandi foreldrar hafa gert báðum megin á börn sín. Í gamla daga var reglan að kross var gerður, börnin voru signd, bæði að framan og aftan. Þetta varð mér áminning um, að við mannfólkið erum krossuð á bak og brjóst. Sama hvað við erum frosin og lemstruð. Við megum festa rósemi okkar við Guð og treysta blessun hans. 

Einn morguninn þegar áhyggjumyrkið var hvað dimmast gekk ég mót sól og fram hjá Köllunarskúlptúrnum. Þá varð ég fyrir einhverju mesta undri, sem ég hef lifað. Sólargeisli skein í gegnum krossinn á styttubakinu og út um krossinn á brjóststykkinu. Allur krossinn lýstist upp, glerið magnaði ljómann og hin rústrauða mannsmynd varð sem himnesk vera, vera sem tók í sig himinljósið, brjóstið opnaðist og miðlaði ljósinu áfram í mynd krossins. Þetta varð mér sýn, vitrun, boðskapur sem ég túlkaði í krafti trúar. 

Fáðu þér nýtt hjarta, nýja anda segir í einum texta þessa sunnudags. Þarna sá ég kraftaverkið gerast. 

Úr háska í gáska 

Styttan heitir Köllun. Við erum kölluð út úr þessu gamla sem ekki virkar, út úr sleni, frá klaka depurðar, úr viðjum, festum, leiða, fýlu, áhyggjum, já burt úr öllu þessu sem lamar okkur, heldur okkur niðri, gerir okkur stirrðnuð og líflítil, yfir í gleði og líf. Kölluð úr háska og til gáska. Já, svo megum við leyfa ljósinu að upplýsa okkur, leyfa ljósinu að fara inn í okkur, í gegnum okkur og til annarra – til að efla líf fólks. Það er hin hliðin á að upplýsast - að lýsa öðrum, að flytja gleðina út. 

Rifið í þig – en .... Þú sleppur ekki við áföll í lífinu. Eitthvað mun rífa í þig og draga þig niður. Þú stirðnar einhvern tíma, einhver leggur illt til þín, þú hratar í háska. Allir veikjast eða festast einhvern tíma. En öllu skiptir hvernig úr áföllum er unnið. Og öllu varðar að reyna að læsast ekki inni. Það sem einkennir háskafólkið er lokun, hefting og bæling. Þeim verður starsýnt á vandkvæði, vesen, sjúkdóma og vond tíðindi. Heimur þeirra hefur tilhneigingu til að fara versnandi og hin góðu mál fara fram hjá þeim. Háskafólkinu er tamt, að sjá bara það sem næst er og túlka með ótta eða neikvæðni í huga. Í stað þess að sjá möguleika og opnun í þróun og jafnvel áföllum hættir því að einblína á og ræða um erfiðleika, ógnir og fyrirstöður. Í stað þess að hrífast af undrum lífsins, litbrigðum jarðar og þungum nið tíma og geims sér háskafólkið bara lokuð kerfi og afþakkar eða afneitar öllum frekari dýptum og víddum.  

Þú sleppur ekki við áföll í lífinu. Eitthvað mun rífa í þig og draga þig niður. Þú stirðnar einhvern tíma, einhver leggur illt til þín, þú hratar í háska. Allir veikjast eða festast einhvern tíma. En öllu skiptir hvernig úr áföllum er unnið. Og öllu varðar að reyna að læsast ekki inni. Það sem einkennir háskafólkið er lokun, hefting og bæling. Þeim verður starsýnt á vandkvæði, vesen, sjúkdóma og vond tíðindi. Heimur þeirra hefur tilhneigingu til að fara versnandi og hin góðu mál fara fram hjá þeim. Háskafólkinu er tamt, að sjá bara það sem næst er og túlka með ótta eða neikvæðni í huga. Í stað þess að sjá möguleika og opnun í þróun og jafnvel áföllum hættir því að einblína á og ræða um erfiðleika, ógnir og fyrirstöður. Í stað þess að hrífast af undrum lífsins, litbrigðum jarðar og þungum nið tíma og geims sér háskafólkið bara lokuð kerfi og afþakkar eða afneitar öllum frekari dýptum og víddum.  Jú, áföllin eiga sinn tíma – allir þarfnast næðis til að ná áttum eftir að lífið hefur krossað þá. En er náttúran bara ljót, er tilveran bara neikvæð, sjúk, dapurleg og til dauða? Nei. 

Innri maður Hvernig ertu hið innra? Ertu maður háska eða gáska? Ég heyrði um konu, sem alla ævi bjó við kröpp kjör, mikla fátækt og missti mikið. Hún átti sér orðtæki og sagði gjarnan: “Ég er svo heppin.” Hún hafði lært að sjá í erfiðum aðstæðum ljós og möguleika. Hún var - þrátt fyrir áföllin - hamingjusöm og lánsöm því hún tamdi sér jákvæðni.  Hvernig ertu hið innra? Ertu maður háska eða gáska? Ég heyrði um konu, sem alla ævi bjó við kröpp kjör, mikla fátækt og missti mikið. Hún átti sér orðtæki og sagði gjarnan: “Ég er svo heppin.” Hún hafði lært að sjá í erfiðum aðstæðum ljós og möguleika. Hún var - þrátt fyrir áföllin - hamingjusöm og lánsöm því hún tamdi sér jákvæðni. En lífið er ekki bara spurning um jákvæðni eða neikvæðni, að vera í stuði eða í mínus. 

Ef við temjum okkur jákvæðni í lífinu höfum við lært lífsleikni, sem hjálpar þegar eitthvað verður okkur mótdrægt. Þegar við heyrum hvað Jesús segir um að hann fyrirgefi, rétti okkur við, lækni okkur hið innra sem ytra, bæti allt - þá byrjum við að skilja róttækan boðskap um líf og lífslán. Þó þú sért í vandræðum með þig og sjálfsmyndin sé brotin, þó þér líði illa, þó allt sé í molum, hamingjan farin, vinnan kannski líka, allt í þröng í fjármálum fjölskyldunnar - þá kemur þessi Jesús og sér alla lamaða menn heimsins, alla sem bera hina lömuðu til líknar, og segir syndir þínar eru þér fyrirgefnar, en rístu upp, taktu það sem þér tilheyrir og farðu heim til þín og byrjaðu að lifa vel. Þegar fólk - þegar þú - heyrir það verður kraftaverk í lífinu, jákvæðnin hellist yfir, eins og geisli sólar sem fer í gegnum bak, brjóst og höfuð, og umbreytir okkur með afgerandi móti. Því lífið er ekki bara af sjálfu sér heldur líf í sólarsamhengi Guðs. 

Boðskapur Guðs í veröldinni er, að við megum lifa vel, lifa sólarmegin, megum trúa hinu góða, yndislega og gleðilega – lifa gáskann. Veröldin verður ekki lokað kerfi dapurlegra ferla, er ekki bara tilvera til dauða, heldur er hún opið kerfi og jafnvel lögmál lífs og dauða eru brotin. Ekkert er svo slæmt í þínu lífi, ekkert er svo dapurlegt, engin áföll eru svo stór, að Guð geti ekki, megni ekki að koma þar að með hjálp sína og gleði, sína ljóskrossa. 

Mannfólk Steinunnar Steinunn Þórarinsdóttir gerði ekki aðeins hina þokkafullu köllunarstyttu í  Landakoti, heldur líka fjölda annarra stytta. Margar þeirra eru hnípnar, með lokuð augu eða án augna – eins og stytturnar á kaffihúsinu hér frammi eða verurnar úti. Þær eru ekki einstakar manneskjur, heldur nánast hugmyndir um fólk. Andlitin eru lokuð og sálarlaus, tilveran einhvern vegin frosin. Þetta eru sláandi verk og mér hefur fundist Steinunn túlka frosna og stirnaða fólk hörmunga og háska með áhrifaríkum hætti. En svo hefur hún líka búið til Landakotsstyttua, sem ekki aðeins minnir okkur á ljósið heldur undrið, sem verður í lífinu þegar við ljósinu er tekið – hvað gerist þegar Guðsfólk verður til.  Steinunn Þórarinsdóttir gerði ekki aðeins hina þokkafullu köllunarstyttu í  Landakoti, heldur líka fjölda annarra stytta. Margar þeirra eru hnípnar, með lokuð augu eða án augna – eins og stytturnar á kaffihúsinu hér frammi eða verurnar úti. Þær eru ekki einstakar manneskjur, heldur nánast hugmyndir um fólk. Andlitin eru lokuð og sálarlaus, tilveran einhvern vegin frosin. Þetta eru sláandi verk og mér hefur fundist Steinunn túlka frosna og stirnaða fólk hörmunga og háska með áhrifaríkum hætti. En svo hefur hún líka búið til Landakotsstyttua, sem ekki aðeins minnir okkur á ljósið heldur undrið, sem verður í lífinu þegar við ljósinu er tekið – hvað gerist þegar Guðsfólk verður til. 

Eitt besta listaverkið 

Ég tel Köllun Steinunnar eitt af bestu listaverkum íslenskra listamanna síðasta árhundraðið. Styttan leynir á sér. Enginn getur gengið að undrinu að vild, þegar fólk er í stuði og ætlast til að hún lifni. Hún skín og geislar aðeins á ákveðnum tíma og við ákveðnar aðstæður. Þannig er það með boðskap trúar og lífs. Það er margreynt, að þegar fólk ætlar að bjarga heiminum með einhverjum skyndilegum fiffaðgerðum fer illa. Guð hefur kraftmeiri og öflugri leiðir en þröngsýnir menn. “Fáið ykkur nýtt hjarta og nýjan anda” segir Guð í spádómsbók Esekiels. 

Ég tel Steinunnar eitt af bestu listaverkum íslenskra listamanna síðasta árhundraðið. Styttan leynir á sér. Enginn getur gengið að undrinu að vild, þegar fólk er í stuði og ætlast til að hún lifni. Hún skín og geislar aðeins á ákveðnum tíma og við ákveðnar aðstæður. Þannig er það með boðskap trúar og lífs. Það er margreynt, að þegar fólk ætlar að bjarga heiminum með einhverjum skyndilegum fiffaðgerðum fer illa. Guð hefur kraftmeiri og öflugri leiðir en þröngsýnir menn. “Fáið ykkur nýtt hjarta og nýjan anda” segir Guð í spádómsbók Esekiels. Uppskrift guðsríkisins er róttæk. Dauðinn dó og á að deyja. Lífið lifnaði og á að lifa. Leyfum þeirri meginpólun alls lífs, alls heims að hafa áhrif til góðs. Tilveran er ekki til dauða heldur til lífs. Við megum vera ljósfólk, börn gleðinnar og veislunnar í lífinu. Það er aldrei of seint að lifa, ekkert er svo slæmt að lífið sé búið, allt sé í volli og veseni. Þú mátt byrja upp á nýtt, þú mátt lifa vel. Og sólarkrossinn lifnar í brjósti og huga fólks sem opnar. Stattu upp, gakk og farðu heim til þín, njóttu lífsins. Það þýðir ekki að þú eigir að rjúka á fætur núna og hlaupa út heldur leyfa hinu gamla að hverfa og leyfa lífinu að lifa. Hvort viltu háska eða gáska? Amen 

Hugvekja 28. september, 2008. Opnun sýningar Steinunnar Þórarinsdóttur í og við Neskirkju. 

19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð: A-röð. 

Esekíel 18:29-32 29. Og þegar Ísraelsmenn segja: Atferli Drottins er ekki rétt! ætli það sé atferli mitt, sem ekki er rétt, þér Ísraelsmenn? Ætli það sé ekki fremur atferli yðar, sem ekki er rétt? 30. Fyrir því mun ég dæma sérhvern yðar eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn, segir Drottinn Guð. Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli til hrösunar. 31. Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér hafið drýgt í gegn mér, og fáið yður nýtt hjarta og nýjan anda. Því að hvers vegna viljið þér deyja, Ísraelsmenn? 32. Því að ég hefi eigi velþóknun á dauða nokkurs manns, segir Drottinn Guð. Látið því af, svo að þér megið lifa.

 

Efesusbréfið 4:22-32 22. Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum, 23. en endurnýjast í anda og hugsun og 24. íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans. 25. Leggið nú af lygina og talið sannleika hver við sinn náunga, því að vér erum hver annars limir. 26. Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar. 27. Gefið djöflinum ekkert færi. 28. Hinn stelvísi hætti að stela, en leggi hart að sér og gjöri það sem gagnlegt er með höndum sínum, svo að hann hafi eitthvað að miðla þeim, sem þurfandi er. 29. Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra. 30. Hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins. 31. Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt. 32. Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

Matteusarguðspjall 9:1-8 1. Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. 2. Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar. 3. Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: Hann guðlastar! 4. En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar? 5. Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar eða: Statt upp og gakk? 6. En til þess að þér vitið, að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir, þá segi ég þér og nú talar hann við lama manninn: Statt upp, tak rekkju þína, og far heim til þín! 7. Og hann stóð upp og fór heim til sín. 8. En fólkið, sem horfði á þetta, varð ótta slegið og lofaði Guð, sem gefið hafði mönnum slíkt vald.