Eniga - meniga ... allir rövla um peninga

Eniga - meniga ... allir rövla um peninga

Samfélag okkar er í krísu þegar kemur að peningum, sömu krísu og gagnvart trú og trúarbrögðum. Trúarbrögð og fjármál eru ekki almennt kennd í skólakerfi okkar nema í mýflugumynd og niðurstaða þess er sú að umræðu um peninga og trú hættir til að vera óupplýst. Viðhorf sveiflast öfganna á milli í þeim efnum ...
fullname - andlitsmynd Sigurvin Lárus Jónsson
27. júní 2011

Textar dagsins fjalla um peninga. Við skulum bara tala hreint út. Peningar skipta máli. Höfuðmáli. Peningar eru eitt mikilvægasta aflið í mannlegu samfélagi. Svo langt er síðan að peningar urðu fasti í mannlegu samfélagi að það kann að virðast sem að peningar hafi verið hluti mannkyns frá upphafi. En hvað eru peningar?

Peningar eru verkfæri, milliliður til að varðveita verðmæti vöru í viðskiptum og án þeirra þyrftu einstaklingar og félög að reiða sig á bein vöruskipti. Væri ekki fyrir peninga þyrfti sá sem vantar vöru að hafa uppi á einhverjum sem er tilbúin til að láta vöruna af hendi gegn einhverju sem að hann vantar, vöru eða vinnu. Slík bein vöruskipti eru tímafrek og óhagsstæð. Peningar eru því verkfæri, gjald-miðill sem miðlar verðmætum í samfélaginu.

En peningar eru meira en hlutlaust verkfæri. Það er fátt í okkar samfélagi sem að við höfum fastmótaðri hugmyndir gagnvart, jákvæðar og neikvæðar.

Það er áhugavert að skoða þann orðaforða sem við Íslendingar notum um peninga. Orðið peningur merkir skepna samanber nautpeningur og hugtakið fé hefur sömu rót samanber sauðfé. Fjárhagur lýsir því hvernig sauðfénu farnast, fjármál allt sem viðkemur sauðfjárrækt og fjármálakerfi merkingar við réttir. Hugtakanotkun okkar vísar í líf, í lífið á bænum sem viðheldur lífi okkar sem landið búum. Sú vísun rís hæst þegar við geymum peningana í pyngju, en pyngjur sem komið er af pungur, voru fyrrum gerðir úr hrútspungum. Þannig er lífið geymt þaðan sem lífið kemur.

Peningar eru orka. Það er nánast sama hvað við þurfum að gera í okkar daglega lífi, það útheimtir peninga. Þannig notum við peninga til að koma hlutum í verk og án peninga hreyfumst við lítið. Svo sjálfsögð er sú staðreynd, að við leiðum sjaldan hugann að því. Messan sem þið sitjið í núna er t.d. langt frá því ókeypis, við borguðum flest fyrir að ferðast hingað, kirkjan kaupir þjónustu við messuna, kaffi eftir messu, rafmagn til að kynda ljós og orgel og svo mætti lengi telja.

Þá er ótalinn sá fórnarkostnaður, beinn og óbeinn, sem fylgir öllu vali á tíma okkar. Þú gætir verið í vinnunni í stað þess að sitja í messu, og ert því að verða af tekjum með því að hlusta á mig. Með ákvörðunum okkar veljum við hvernig að við notum fjárhagslega orku. Það veitti til dæmis ekki af að mála loftið í kirkjunni og sú aðgerð útheimtir orku, fjárhagslega orku til að koma viðhaldi í framkvæmd, en sóknarnefnd er að velja að eyða orku í innra starf kirkjunnar að svo stöddu og því situr það verkefni á hakanum um stund. Sem betur fer.

Ein hlið peninga sem er heillandi er órætt eðli peninga og það eðli er að mörgu leiti nokkuð nýtt. Sé saga peninga skoðuð voru peningar lengst af ávísun á verðmæti. Þannig er merking þess að setja fisk á íslenska mynt vísun í þau verðmæti sem að hagkerfið okkar byggir á, fiskinn í sjónum. Það verðmætakerfi sem lengst var við lýði í nútíma samfélögum byggði á því að gjaldmiðlar væru á fæti. Þannig voru t.d. helstu gjaldmiðlar heims byggðir á gull- eða silfurforða sem geymdur var í seðlabönkum landanna. Bandaríkjadalur vísaði þannig á fyrirfram ákveðið magn af gulli í gullforða bandaríkjanna. Þetta kerfi var ekki án vandkvæða og árið 1971 var ákveðið að afnema gullfót dollarans og láta verðgildi hans byggja á lagasetningu en ekki raunverulegum verðmætum. Allir gjaldmiðlar fylgdu í kjölfarið og í 40 ár hefur verðgildi peninga byggt á huglægu mati, trúverðugleika og trausti hagkerfa og samfélaga, fremur en raunverulegra verðmæta. Þessvegna hrynur verðgildi krónunnar þegar trúverðugleiki okkar bíður hnekki.

Peningar eru vald, hugmyndafræðilegt vald og framkvæmdavald. Alexander mikli, hershöfðinginn sem breytti heiminum á fjórðu öldinni fyrir Krist, var fyrstur manna til að nota peninga sem áróðurstæki. Hann lét slá mynt til notkunar í heimsveldi sínu með andlitsmynd af sjálfum sér og svo vel virkaði það sem áróðurstæki að valdsmenn hafa óslitið iðkað þetta síðan. Á tíð Jesú voru á rómverskum myntum ásjóna Ágústusar keisara og til þessa dags eru konungsfjölskyldur, forsetar og einræðisherrrar á myntum og seðlum. Á 19. öld voru íslenskir seðlar með mynd af dönsku konungsfjölskyldunni en eftir sjálfstæði höfum við lagt áherslu á menningarlega arfleifð og sjálfstæði, frá Jóni Sigurðssyni til Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúar.

Peningar eru hamingja. Sálfræðilegt gildi peninga skyldi ekki vanmeta og þó að efnað fólk sé ekki alltaf hamingjusamt er það staðreynd að skortur á peningum er mesti óhamingjuvaldur mannlegs samfélags. Fátækt er okkar stærsta vandamál og skuggahlið þeirrar samfélagsgerðar sem við höfum komið okkur upp. Hungursneyð í heiminum náði sögulegum hæðum á seinni hluta 20. aldar, mesta hagræna blómaskeiði mannkynssögunnar, og fátækt er stórt vandamál í okkar samfélagi - var það í góðærinu og er enn í kreppunni.

Ég hef oft furðað mig á því, miðað við hversu mikilvægur hluti af samfélagi okkar peningar eru, hversvegna skólakerfið hefur svo illa sinnt uppfræðsluhlutverki sínu um fjármál. Trú og peningar eru olnbogabörn skólakerfisins. Meginþorri ungs háskólamenntaðs fólks á þrítugs- og fertugsaldri hefur farið í gegnum skólakerfið án þess að fá nokkra uppfræðslu um hagfræði og fjármál heimilanna, utan einstaka reikningsdæmi í stærðfræðikennslu. Það er ekki nema furða að ungt fólk taki óupplýstar ákvarðanir í fjármálum.

Biblían ræðir víða um fjármál og peninga, enda Biblían hluti af uppfræðsluhefð þess samfélags sem hún er sprottin úr. Spekirit Biblíunnar fjalla ítarlega um hættur þess að skulda úr hófi fram, hvetja til hófs í allri eyðslu og ráðleggja mönnum að leggja til hliðar forða til hinna mögru ára sem alltaf koma. Lífsgildi og fjármál eru ein mikilvægustu viðfangsefni uppfræðslu og það endurspeglast í spekibókmenntum allra þjóða, einnig okkar Íslendinga.

Í Hávamálum er hvatt til hófs í neyslu og fjallað um fallvaltleika auðs með stefjum sem minna nokkuð á guðspjall dagsins.

Gráðugur halur, nema geðs viti, etur sér aldurtrega. Oft fær hlægis er með horskum kemur manni heimskum magi.

Fullar grindur sá eg fyr Fitjungs sonum. Nú bera þeir vonar völ. Svo er auður sem augabragð: hann er valtastur vina.

Guðspjall dagsins er tekið úr tólfta kafla Lúkasarguðspjalls en í aðdraganda textans er Jesús að fræða mannfjölda um mikilvægi þess að lifa lífi sínu rétt og hvetur fylgjendur sína að líta til smáfuglanna. Jesús segir: ,,Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.” Þá brýst fram á sjónarsviðið maður með spurningu til Jesú, spurningu sem að því er virðist hefur lítið með þá fræðslu sem Jesús var að flytja að gera.

Hann segir við Jesús: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hér er maður sem augljóslega er í þeirri stöðu, sem margir hafa reynt, að deila við fjölskyldumeðlimi um skiptingu arfs. Spurning mannsins kemur inn í frásögnina með þeim hætti að augljóst er að hinn nafnlausi spyrjandi ber hvorki skynbragð á þá fræðslu sem hann hlýðir á né á það hver Jesús er. Jesús áréttar að hann er ekki lögmaður eða dómari og gengur inn í hefð spekibókmennta í hvatningu um að varast græðgi. „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“

Þá segir Jesús dæmisögu: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“

Áætlun mannsins í dæmisögu Jesú hljómar alls ekki illa. Að koma því þannig fyrir að hann geti átt þægileg efri ár og lifað af ávexti þess sem hann hefur safnað en Jesús opinberar í áminningu sinni forsendubrest í afstöðu mannins til auðæfa sinna.

Sagan, líkt og flestar dæmisögur Jesú, opinberar lögmál um hvernig okkur ber að lifa lífi okkar.

Í fysta lagi kennir dæmisagan okkur að auðsöfnun er ekki markmið í sjálfu sér. Peningar eru orka og orka sem ekki er nýtt verður ekki til góðs. Sambærilega dæmisögu er að finna í Matteusarguðspjalli þar sem þremur þjónum er treyst fyrir talentum húsbónda síns. Þeim sem ávaxta féð er hrósað en þjónninn sem grefur talentu sína í jörðu er ávítaður fyrir. Verðmætum á að deila og nýta til góðs, ekki safna í hlöður.

Í öðru lagi opinberar dæmisagan ákveðin sálfræðileg lögmál að verki. Í upphafi tekur Jesús fram að maðurinn hafi verið ríkur fyrir og því má gera ráð fyrir að hann hafi þegar átt nóg til að njóta ávaxta jarðar sinnar. Þegar auðsöfnun byggir á þeim hvötum að skapa sjálfum sér tilfinninga-legt öryggi er það dæmt til að mistakast. Öryggi hið innra skapast einungis með tilfinningarlegri úrvinnslu og trúartrausti, ekki með því að reiða sig á utanaðkomandi hluti. Hvort sem það eru peningar, fólk eða hugbreytandi efni og hegðun.

Í þriðja lagi kennir dæmisagan hið fornkveðna: Svo er auður sem augabragð: hann er valtastur vina. Ef að lífi er lifað í bið eftir því að njóta þess er ekki víst að það náist nokkurntíma. Auður og líf geta horfið á augabragði og því er fátt mikilvægara en að njóta þess sem lífið hefur fært þér, meðan færi gefst.

Loks kennir dæmisagan að gæða og gleði verður ekki notið í einsemd. Heimska mannsins er opinberuð þegar hann er spurður ,,hver fær þá það sem þú hefur aflað?” Peningar geta veitt ómælda gleði og hamingju í lífi þess sem deilir gæðum sínum með öðrum, með þeim sem þurfa þess við. Þannig gerir þessi dæmisaga ekki lítið úr mikilvægi peninga, heldur setur lögmál hagfræðinnar í rétt samhengi. Fólk ofar fé er niðurlag sögunnar og þó að dæmisaga Jesú svari ekki spurningu mannsins beint, er í henni fólgin vísbending um að stilla forgangsröðina.

Ungur var eg forðum, fór eg einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman.

Samfélag okkar er í krísu þegar kemur að peningum, sömu krísu og gagnvart trú og trúarbrögðum. Trúarbrögð og fjármál eru ekki almennt kennd í skólakerfi okkar nema í mýflugumynd og niðurstaða þess er sú að umræðu um peninga og trú hættir til að vera óupplýst. Viðhorf sveiflast öfganna á milli í þeim efnum og þeir eru jafnt til sem halda að peningar og trúarbrögð séu rót alls ills og þeir sem hafa ofurtrú á peningum og trúarbrögðum.

Lausnin er einföld. Líkt og spekibókmenntir fyrri alda, Biblían þar á meðal, hafa viðurkennt að lífsgildi og viðhorf til peninga eru grundvallandi fyrir menntun manna, þurfum við sem samfélag að þora að ræða um þessa hluti. Í skólakerfinu, í kirkjunni, okkar á milli og í opinberri umræðu. Velferð barna okkar er í húfi.

Það færi vel á því að fundinn verði staður á nýjum 10.000 króna seðli fyrir tilvitnun með uppfræðslugildi og boðskapnum fólk ofar fé. Annað hvort úr Hávamálum eða hinni góðu bók.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.

Lúkasarguðspjall 12.13-21 Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“
Eniga - meniga ... allir rövla um peninga

Textar dagsins fjalla um peninga. Við skulum bara tala hreint út. Peningar skipta máli. Höfuðmáli. Peningar eru eitt mikilvægasta aflið í mannlegu samfélagi. Svo lang er síðan að peningar urðu fasti í mannlegu samfélagi að það kann að virðast sem að peningar hafi verið hluti mannkyns frá upphafi. En hvað eru peningar?

Peningar eru verkfæri, milliliður til að varðveita verðmæti vöru í viðskiptum og án þeirra þyrftu einstaklingar og félög að reiða sig á bein vöruskipti. Væri ekki fyrir peninga þyrfti sá sem vantar vöru að hafa uppi á einhverjum sem er tilbúin til að láta vöruna af hendi gegn einhverju sem að hann vantar, vöru eða vinnu. Slík bein vöruskipti eru tímafrek og óhagsstæð. Peningar eru því verkfæri, gjald-miðill sem miðlar verðmætum í samfélaginu.

En peningar eru meira en bara hlutlaust verkfæri. Það er fátt í okkar samfélagi sem að við höfum fastmótaðri hugmyndir gagnvart, jákvæðar og neikvæðar.

Það er áhugavert að skoða þann orðaforða sem við Íslendingar notum um peninga. Orðið peningur merkir skepna samanber nautpeningur og hugtakið fé hefur sömu rót samanber sauðfé. Fjárhagur lýsir því hvernig sauðfénu farnast, fjármál allt sem viðkemur sauðfjárrækt og fjármálakerfi merkingar við réttir. Hugtakanotkun okkar vísar í líf, í lífið á bænum sem viðheldur lífi okkar sem landið búum. Sú vísun rís hæst þegar við geymum peningana í pyngju, en pyngjur sem komið er af pungur, voru fyrrum gerðir úr hrútspungum. Þannig er lífið geymt þaðan sem lífið kemur.

Peningar eru orka. Það er nánast sama hvað við þurfum að gera í okkar daglega lífi, það útheimtir peninga. Þannig notum við peninga til að koma hlutum í verk og án peninga hreyfumst við lítið. Svo sjálfsögð er sú staðreynd, að við leiðum sjaldan hugann að því. Messan sem þið sitjið í núna er t.d. langt frá því ókeypis, við borguðum flest fyrir að ferðast hingað, kirkjan kaupir þjónustu við messuna, kaffi eftir messu, rafmagn til að kynda ljós og orgel og svo mætti lengi telja.

Þá er ótalinn sá fórnarkostnaður, beinn og óbeinn, sem fylgir öllu vali á tíma okkar. Þú gætir verið í vinnunni í stað þess að sitja í messu, og ert því að verða af tekjum með því að hlusta á mig. Með ákvörðunum okkar veljum við hvernig að við notum fjárhagslega orku. Það veitti til dæmis ekki af að mála loftið í kirkjunni og sú aðgerð útheimtir orku, fjárhagslega orku til að koma viðhaldi í framkvæmd, en sóknarnefnd er að velja að eyða orku í innra starf kirkjunnar að svo stöddu og því situr það verkefni á hakanum um stund. Sem betur fer.

Ein hlið peninga sem er heillandi er órætt eðli peninga og það eðli er að mörgu leiti nokkuð nýtt. Sé saga peninga skoðuð voru peningar lengst af ávísun á verðmæti. Þannig er merking þess að setja fisk á íslenska mynt vísun í þau verðmæti sem að hagkerfið okkar byggir á, fiskinn í sjónum. Það verðmætakerfi sem lengst var við lýði í nútíma samfélögum byggði á því að gjaldmiðlar væru á fæti. Þannig voru t.d. helstu gjaldmiðlar heims byggðir á gull- eða silfurforða sem geymdur var í seðlabönkum landanna. Bandaríkjadalur vísaði þannig á fyrirfram ákveðið magn af gulli í gullforða bandaríkjanna. Þetta kerfi var ekki án vandkvæða og árið 1971 var ákveðið að afnema gullfót dollarans og láta verðgildi hans byggja á lagasetningu en ekki raunverulegum verðmætum. Allir gjaldmiðlar fylgdu í kjölfarið og í 40 ár hefur verðgildi peninga byggt á huglægu mati, trúverðugleika og trausti hagkerfa og samfélaga, fremur en raunverulegra verðmæta. Þessvegna hrynur verðgildi krónunnar þegar trúverðugleiki okkar bíður hnekki.

Peningar eru vald, hugmyndafræðilegt vald og framkvæmdavald. Alexander mikli, hershöfðinginn sem breytti heiminum á fjórðu öldinni fyrir Krist, var fyrstur manna til að nota peninga sem áróðurstæki. Hann lét slá mynt til notkunar í heimsveldi sínu með andlitsmynd af sjálfum sér og svo vel virkaði það sem áróðurstæki að valdsmenn hafa óslitið iðkað þetta síðan. Á tíð Jesú voru á rómverskum myntum ásjóna Ágústusar keisara og til þessa dags eru konungsfjölskyldur, forsetar og einræðisherrrar á myntum og seðlum. Á 19. öld voru íslenskir seðlar með mynd af dönsku konungsfjölskyldunni en eftir sjálfstæði höfum við lagt áherslu á menningarlega arfleifð og sjálfstæði, frá Jóni Sigurðssyni til Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúar.

Peningar eru hamingja. Sálfræðilegt gildi peninga skyldi ekki vanmeta og þó að efnað fólk sé ekki alltaf hamingjusamt er það staðreynd að skortur á peningum er mesti óhamingjuvaldur mannlegs samfélags. Fátækt er okkar stærsta vandamál og skuggahlið þeirrar samfélagsgerðar sem við höfum komið okkur upp. Hungursneyð í heiminum náði sögulegum hæðum á seinni hluta 20. aldar, mesta hagræna blómaskeiði mannkynssögunnar, og fátækt er stórt vandamál í okkar samfélagi - var það í góðærinu og er enn í kreppunni.

Ég hef oft furðað mig á því, miðað við hversu mikilvægur hluti af samfélagi okkar peningar eru, hversvegna skólakerfið hefur svo illa sinnt uppfræðsluhlutverki sínu um fjármál. Trú og peningar eru olnbogabörn skólakerfisins. Meginþorri ungs háskólamenntaðs fólks á þrítugs- og fertugsaldri hefur farið í gegnum skólakerfið án þess að fá nokkra uppfræðslu um hagfræði og fjármál heimilanna, utan einstaka reikningsdæmi í stærðfræðikennslu. Það er ekki nema furða að ungt fólk taki óupplýstar ákvarðanir í fjármálum.

Biblían ræðir víða um fjármál og peninga, enda Biblían hluti af uppfræðsluhefð þess samfélags sem hún er sprottin úr. Spekirit Biblíunnar fjalla ítarlega um hættur þess að skulda úr hófi fram, hvetja til hófs í allri eyðslu og ráðleggja mönnum að leggja til hliðar forða til hinna mögru ára sem alltaf koma. Lífsgildi og fjármál eru ein mikilvægustu viðfangsefni uppfræðslu og það endurspeglast í spekibókmenntum allra þjóða, einnig okkar Íslendinga.

Í Hávamálum er hvatt til hófs í neyslu og fjallað um fallvaltleika auðs með stefjum sem minna nokkuð á guðspjall dagsins.

Gráðugur halur, nema geðs viti, etur sér aldurtrega. Oft fær hlægis er með horskum kemur manni heimskum magi.

Fullar grindur sá eg fyr Fitjungs sonum. Nú bera þeir vonar völ. Svo er auður sem augabragð: hann er valtastur vina.

Guðspjall dagsins er tekið úr tólfta kafla Lúkasarguðspjalls en í aðdraganda textans er Jesús að fræða mannfjölda um mikilvægi þess að lifa lífi sínu rétt og hvetur fylgjendur sína að líta til smáfuglanna. Jesús segir: ,,Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.” Þá brýst fram á sjónarsviðið maður með spurningu til Jesú, spurningu sem að því er virðist hefur lítið með þá fræðslu sem Jesús var að flytja að gera.

Hann segir við Jesús: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hér er maður sem augljóslega er í þeirri stöðu, sem margir hafa reynt, að deila við fjölskyldumeðlimi um skiptingu arfs. Spurning mannsins kemur inn í frásögnina með þeim hætti að augljóst er að hinn nafnlausi spyrjandi ber hvorki skynbragð á þá fræðslu sem hann hlýðir á né á það hver Jesús er. Jesús áréttar að hann er ekki lögmaður eða dómari og gengur inn í hefð spekibókmennta í hvatningu um að varast græðgi. „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“

Þá segir Jesús dæmisögu: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“

Áætlun mannsins í dæmisögu Jesú hljómar alls ekki illa. Að koma því þannig fyrir að hann geti átt þægileg efri ár og lifað af ávexti þess sem hann hefur safnað en Jesús opinberar í áminningu sinni forsendubrest í afstöðu mannins til auðæfa sinna.

Sagan, líkt og flestar dæmisögur Jesú, opinberar lögmál um hvernig okkur ber að lifa lífi okkar.

Í fysta lagi kennir dæmisagan okkur að auðsöfnun er ekki markmið í sjálfu sér. Peningar eru orka og orka sem ekki er nýtt verður ekki til góðs. Sambærilega dæmisögu er að finna í Matteusarguðspjalli þar sem þremur þjónum er treyst fyrir talentum húsbónda síns. Þeim sem ávaxta féð er hrósað en þjónninn sem grefur talentu sína í jörðu er ávítaður fyrir. Verðmætum á að deila og nýta til góðs, ekki safna í hlöður.

Í öðru lagi opinberar dæmisagan ákveðin sálfræðileg lögmál að verki. Í upphafi tekur Jesús fram að maðurinn hafi verið ríkur fyrir og því má gera ráð fyrir að hann hafi þegar átt nóg til að njóta ávaxta jarðar sinnar. Þegar auðsöfnun byggir á þeim hvötum að skapa sjálfum sér tilfinninga-legt öryggi er það dæmt til að mistakast. Öryggi hið innra skapast einungis með tilfinningarlegri úrvinnslu og trúartrausti, ekki með því að reiða sig á utanaðkomandi hluti. Hvort sem það eru peningar, fólk eða hugbreytandi efni og hegðun.

Í þriðja lagi kennir dæmisagan hið fornkveðna: Svo er auður sem augabragð: hann er valtastur vina. Ef að lífi er lifað í bið eftir því að njóta þess er ekki víst að það náist nokkurntíma. Auður og líf geta horfið á augabragði og því er fátt mikilvægara en að njóta þess sem lífið hefur fært þér, meðan færi gefst.

Loks kennir dæmisagan að gæða og gleði verður ekki notið í einsemd. Heimska mannsins er opinberuð þegar hann er spurður ,,hver fær þá það sem þú hefur aflað?” Peningar geta veitt ómælda gleði og hamingju í lífi þess sem deilir gæðum sínum með öðrum, með þeim sem þurfa þess við. Þannig gerir þessi dæmisaga ekki lítið úr mikilvægi peninga, heldur setur lögmál hagfræðinnar í rétt samhengi. Fólk ofar fé er niðurlag sögunnar og þó að dæmisaga Jesú svari ekki spurningu mannsins beint, er í henni fólgin vísbending um að stilla forgangsröðina.

Ungur var eg forðum, fór eg einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman.

Samfélag okkar er í krísu þegar kemur að peningum, sömu krísu og gagnvart trú og trúarbrögðum. Trúarbrögð og fjármál eru ekki almennt kennd í skólakerfi okkar nema í mýflugumynd og niðurstaða þess er sú að umræðu um peninga og trú hættir til að vera óupplýst. Viðhorf sveiflast öfganna á milli í þeim efnum og þeir eru jafnt til sem halda að peningar og trúarbrögð séu rót alls ills og þeir sem hafa ofurtrú á peningum og trúarbrögðum.

Lausnin er einföld. Líkt og spekibókmenntir fyrri alda, Biblían þar á meðal, hafa viðurkennt að lífsgildi og viðhorf til peninga eru grundvallandi fyrir menntun manna, þurfum við sem samfélag að þora að ræða um þessa hluti. Í skólakerfinu, í kirkjunni, okkar á milli og í opinberri umræðu. Velferð barna okkar er í húfi.

Það færi vel á því að fundinn verði staður á nýjum 10.000 króna seðli fyrir tilvitnun með uppfræðslugildi og boðskapnum fólk ofar fé. Annað hvort úr Hávamálum eða hinni góðu bók.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.

Lúkasarguðspjall 12.13-21 Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“