Ljós hennar er ekki myrkur

Ljós hennar er ekki myrkur

Það er í dag sem lögin um ein hjúskaparlög taka gildi, ekki satt? Þetta er fallegur dagur. Við höfum náð mikilsverðum áfanga í átt að því Íslandi að allir séu jafnir fyrir öllum lögum án tillits til nokkurs skapaðar hlutar.

Til hamingju

Það er í dag sem lögin um ein hjúskaparlög taka gildi, ekki satt? Þetta er fallegur dagur. Við höfum náð mikilsverðum áfanga í átt að því Íslandi að allir séu jafnir fyrir öllum lögum án tillits til nokkurs skapaðar hlutar.

Hvorki kynhneigð, kyn, uppruni, litarháttur, né nokkuð annað ómálefnalegt má mismuna fólki gagnvart lögum En setning laga eru ekki nóg. Framkvæmd þeirra á og þarf að vera mismununarlaus. Enginn á að upplifa það að uppruni hans kyn, kynhneigð eða annað slíkt krefjist tilfæringa, skapi vandamál í fullnustu lagalegra réttinda þeirra.

Með öðrum orðum: Enginn á að þurfa að ganga milli Pontíusar og Pílatusar svo notaður sé frægur ruglingur.

Biskupinn hefur staðið sig vel á síðustu metrunum. Helgisiðanefnd sömuleiðis. Auglýsendurnir áttatíu hafa bjargað orðspori kirkjunnar. Þessir áttatíu eiga sér marga skoðanabræður og systur sem voru ekki með vegna þess að þau vildu ekki auglýsa með þessum hætti. En auglýsingin er snilld. Hún sýnir að íslenska kirkjan er ekki að daga uppi eins og tröll í dagskímu.

Hún er ekki tröll. Ljós hennar er ekki myrkur.

Og áfram vinnum við að fordómalausu samfélagi á vettvangi kirkju og utan.