Stutt samantekt um hlutfall kvenna og karla í röðum presta

Stutt samantekt um hlutfall kvenna og karla í röðum presta

Hlutfall kynjanna er mjög ólíkt á milli hópa í úrtakinu og verður það að teljast sérstakt rannsóknarefni sem mætti ef til vill taka og bera saman við þessi hlutföll í nágrannakirkjum okkar.
fullname - andlitsmynd Kristján Björnsson
10. október 2017

Það hefur af og til verið kallað eftir upplýsingum frá PÍ um hlutfall kvenna og karla í prestastétt. Mig langar að gera tilraun til að skilgreininga þann hóp eða hópa sem unnið er með og vil gjarnan reyna að flokka úrtakið í þessari úttekt sem er gerð núna 10. október 2017. Þannig held ég að við getum betur fylgst með þróun í jafnréttismálum. Vegna þess hvað við erum fá getur hlutfallið breyst nokkuð á einu ári og það sýnir að hver einasta embættisveiting getur breytt miklu um þetta mikilvæga mál.
Samkvæmt yfirliti PÍ og Biskupsstofu eru nýjustu tölur þannig að starfandi prestar eru 147. Af þeim hópi eru 54 konur og 93 karlar. Það gerir heildarhlutfall kvenna 37% og karla 63%. Starfandi prestar eru þau sem eru í starfi sem prestar í Þjóðkirkjunni, sérþjónustuprestar á stofnunum, sjálfstætt starfandi, prestar Fríkirkjunnar við Tjörnina og í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins. Safnaðarprestar í lúthersku fríkirkjunum eru í hópnum með sóknarprestum og presturinn í hópi presta.
Í heild eru 173 prestar í skránni okkar og eru þá talin með þau öll sem eru í PÍ (fagaðild) og prestar utan PÍ líka. Í þessu stærra úrtaki eru konur 68 eða 39% og karlar eru 105 eða 61%. Hérna erum við örlítið nær stefnu Lútherska heimssambandsins um að skipting kynja skuli vera að minnsta kosti 40/60. Við erum nálægt því að ná lágmarkskröfum um jafnrétti í heildartölunum sem bendir til þess að hlutfall kvenna er hærra hjá þeim prestum sem ekki eru í prestsþjónustu. Í mínum tölum eru konur 52% í þeim 25 manna hópi en það er með þeim fyrirvara að skoða þarf betur þann hóp.
Hlutfall kynjanna er mjög ólíkt á milli hópa í úrtakinu og verður það að teljast sérstakt rannsóknarefni sem mætti ef til vill taka og bera saman við þessi hlutföll í nágrannakirkjum okkar. Það á sérstaklega við um tvo stærstu hópana, sóknarpresta og presta þar sem hlutföllin eru öndverð.
Hlutfall kvenna er allra lægst í hópi sóknarpresta. Þau eru í heild 89 og þar eru konur 28% og karlar 72%. Fyrir um þremur árum síðan taldist mér hlutfall kvenna í röðum sóknarpresta fjórðungur þannig að samkvæmt því hefur það lagast um tíu af hundraði, úr 25% í 28%. Í næst stærsta hópnum, þrjátíu og tveimur starfandi prestum, eru konur hins vegar 59% og karlar 40%. Þarna er hlutfall karla í lágmarksmörkum. Í hópi sérþjónustupresta eru konur 38% og karlar 62% sem er mjög svipað hlutfalli kynjanna í hópi allra starfandi presta.
Besta hlutfall kvenna er í hópi starfandi biskupa eða 67% konur á móti 33% körlum (einn karl). Þetta hlutfall snýst alveg við í hópi héraðspresta en þar eru konur 33% og karlar 67%. Eitt jafnasta hlutfallið er í röðum prófasta eða 44% konur og 56% karlar. Af tólf embætum biskupa og prófasta er réttur helmingur konur og helmingur karlar og er það ánægjulegt að eini hópurinn sem nær fullu jafnrétti 50/50